Erlent

Kína færist nær markaðshagkerfi

Óeinkennisklæddur lögreglumaður stendur vörð á meðan að fulltrúar sitja þing kommúnistaflokksins í dag.
Óeinkennisklæddur lögreglumaður stendur vörð á meðan að fulltrúar sitja þing kommúnistaflokksins í dag. MYND/AFP

Kínverska þingið samþykkti í dag ný lög sem munu styrkja einkaeignarétt. Þetta er fyrsta lagasetningin í hinu kommúníska Kína sem að verndar rétt einstaklings til þess að eiga eignir. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé stórt skref frá fyrri tegund stjórnkerfis þeirra í áttina að markaðshagkerfi. Lögin munu einnig vernda landeigendur fyrir því að stjórnvöld taki lönd þeirra með landnámi.

Stjórnvöld í Kína hafa undanfarið tekið land frá bændum og leigt það fyrirtækjum viðskiptamönnum sem ætla sér að byggja verksmiðjur. Mikill órói hefur skapast úti á landi vegna þessa. Hingað til hefur fólk nefnilega þurft að leigja landið af stjórnvöldum í stað þess að eiga það og hafa leigusamningarnir verið uppsegjanlegir hvenær sem er af hálfu stjórnvalda.

Ráðamenn í Kína segja lögin nauðsynleg í ljósi breytinga sem hafa orðið á kínversku samfélagi undanfarin ár. "Við verðum að sjá til þess að almenningur geti eignast það sem þeir hafa byggt upp með margra ára erfiðisvinnu" sagði Varaflokksformaður kínverska kommúnistaflokksins á þingi þeirra þegar lögin voru kynnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×