Fréttir

Fréttamynd

Rómarsáttmálinn fimmtugur á sunnudaginn

Á sunnudaginn er hálf öld frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður og Efnahagsbandalag Evrópu, forveri Evrópusambandsins, stofnað. Um fimmtugt skartar ESB 27 aðildarríkjum og sameiginlegri mynt. Það sinnir friðargæslu í Afríku, Asíu, Miðausturlöndum og á Balkanskaga. Í sambandsríkjunum er fimmtung verslana heimsins að finna og þar býr tæplega hálfur milljarður manna.

Erlent
Fréttamynd

Samstarf eflt um málefni heimilislausra

Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem komu að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket

Bob Woolmer, landsliðsþjálfari Pakistana í krikket, var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni.

Erlent
Fréttamynd

Ógnað með byssum og síðan rænt

Liðsmenn íranska byltingarhersins tóku í dag höndum 15 breska sjó- og landgönguliða sem voru við eftirlit í íraskri landhelgi. Þeim var ógnað með skotvopnum en ekki kom til átaka.

Erlent
Fréttamynd

Fjölsmiðjan í útgerð

Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp.

Innlent
Fréttamynd

Bardagasveitir heim 2008

Fulltrúardeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem felur í sér að kalla skuli alla bardagasveitir Bandaríkjahers heim frá Írak fyrir 1. september 2008. Frumvarpið fól í sér rúmlega 8.000 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstursins en demókratar í fulltrúadeildinni bættu heimkvaðningarskilyrðinu við.

Erlent
Fréttamynd

Tilraun til sjálfsvígs

Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana.

Innlent
Fréttamynd

Tölvumiðstöð sparisjóðanna fær nýtt nafn

Tölvumiðstöð sparisjóðanna heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi félagsins í dag. Hjá Teris, sem er upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónustar fjármálafyrirtæki og á meðal stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins, starfa 100 manns.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atorka eykur við sig í Romag

Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Romag, leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. Atorka á eftir kaupin 16 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Kaupverð viðbótarhlutarins er um 235 milljónir króna en heildar markaðverðmæti eignarhlutar Atorku nemur tæpum 2 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin merki um samdrátt á fasteignamarkaði

Heildarútlán innlánastofnana til íbúðarkaupa námu 3,7 milljörðum króna í febrúar sem jafngildir 900 milljóna króna aukningu á milli mánaða. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljörðum króna á sama tíma en það er sömuleiðis aukning á milli mánaða.Greiningardeild Kaupþings segir engin merki um að draga sé úr umsvifum á fasteignamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bílnum stungið í samband

Bílaframleiðandinn Ford kynnti nýverið fyrsta ökuhæfa bílinn sem gengur bæði fyrir vetni og rafmagni. Bíllinn er búinn tengil tækni og er af gerðinni Ford Edge. Hann á að geta ekið 40 kílómetra á einni hleðslu en eftir að efnarafallinn tekur við er hægt að keyra ríflega 320 kílómetra til viðbótar. Með tengiltækninni er síðan hægt að hlaða 336 volta liþíum í gegnum venjulegt heimilisrafmagn.

Erlent
Fréttamynd

Samráð borgarinnar við íbúa vekur athygli

Íbúasamráð í framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar vakti athygli á evrópskri ráðstefnu um sjálfbæra þróun á Sevilla á Spáni í gær. Um 1500 aðilar frá 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs flutti erindi á ráðstefnunni.

Innlent
Fréttamynd

Húðflúr fær tilgang eftir 32 ár

Karlmaður sem tattóveraði nafn kærustu sinnar á handlegginn fyrir 32 árum er loksins að kvænast henni. Andy Cheesman frá Norfolk í Bretlandi og Annette Law hættu saman þegar hún var 17 ára. Andy hafði látið tattóvera nafn hennar á handleggin sem tákn um ást hans. Þau hættu saman áður en Annette sá húðflúrið.

Erlent
Fréttamynd

Styrktarreikningur vegna banaslyss

Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir fjölskyldu Lísu Skaftadóttur sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í fyrradag. Reikningurinn er á nafni Ragnars Þórs, eiginmanns Lísu. Hann er númer 0152-05-267600, kt. 111161-3649. Lísa lét eftir sig eiginmann og fimm börn. Þau eru fjögurra og átta ára, tvíburar á fermingaraldri og 25 ára. Tvíburarnir fermast 5. apríl næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Dagvistarrýmum fjölgað um 75

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fjölga davistar-og hvíldarrýmum fyrir aldraða á næstu mánuðum. Alls verður 370 milljónum króna varið til verkefnisins. Því er ætlað að styrkja búsetu aldraðra á eigin heimilum. Dagvistarrýmum verður fjölgað um 75, en fyrir eru þau um 700 á landinu öllu.

Innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Samherja

Útgerðafélagið Samherji skilaði hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Braut glas á andliti konu

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta glerglas á andliti konu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi líkamsárásina sérlega hættulega. Við höggið brotnaði úr fimm tönnum konunnar. Líkamsárásin átti sér stað á veitingastað í miðborginni í janúar á síðasta ári. Í vitnisburði kemur fram að maðurinn hafi reiðst þegar bjór skvettist á hann.

Innlent
Fréttamynd

Skátamót með SMS ívafi

Um helgina verður útilífshelgi skátaflokka í Heiðmörk. Mótið er sérstakt að því leiti að það er haldið innan borgarmakanna og er skipulagt af fólki á aldrinum 18-20 ára. SMS dagbók verður haldið úti á heimasíðu mótsins sem hluti af þrautum og verkefnum þátttakendanna.

Innlent
Fréttamynd

Vorhátíð og sumarskráning KFUM-og K

Vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin á morgun í höfuðstöðvum félaganna að Holtavegi. Þá hefst líka skráning fyrir sumarbúðir. Í fyrra tóku rúmlega þrjú þúsund börn þátt í sumarstarfinu, en það er 30 prósent á tveimur árum. Vinsælustu flokkarnir fyllast á fyrstu klukkutímunum, segir í tilkynningu frá KFUM og KFUK. Búist er við að met verði slegið í sumarbúnaðaskráningu.

Innlent
Fréttamynd

Enn barist í Mógadisjú

Harðir bardagar héldu áfram í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun, þriðja daginn í röð. Átök herskárra múslima við eþíópískar og sómalskar hersveitir hafa harnað síðustu vikur. Íbúar hafa flúið borgina í stórum hópum í gær og í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Bannaður á bar fyrir losun vinds

Karlmanni á fertugsaldri hefur verið bannað að sækja bar í Skotlandi. Ástæðan er sú að maðurinn leysir of oft vind með tilheyrandi látum og umhverfisáhrifum. Eigandi Thirsty Kirsty barsins í Fife segir að lyktin sé viðurstyggileg, og maðurinn öskri og veifi örmum svo allir finni lyktina þegar hann losar um vindganginn.

Erlent
Fréttamynd

Halli á SÁÁ

Tæplega hundrað milljóna króna halli var á rekstri SÁÁ á síðasta ári. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, treystir því að stjórnvöld bregðist við og hefur enga trú á því að ríkið ætli að setja SÁÁ á hausinn.

Innlent
Fréttamynd

Almenna verkfræðistofan semur við Skýrr

Almenna verkfræðistofan hefur samið við Skýrr um kaup og innleiðingu á fyrirtækjagáttinni Microsoft Office SharePoint Server 2007. Þetta er hugbúnaðarlausn sem gefur kost á miðlægu og gagnvirku samskipta- og vinnusvæði á Netinu fyrir aðgang, stjórnun og samnýtingu mikilvægra upplýsinga, skjala, forrita og fólks.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fagna aukaframlagi ríkisins til sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar tímabundnu aukaframlagi ríkisstjórnarinnar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær af aðilunum. Hún kveður á um tvöföldun á framlagi ríkissjóðs í sjóðinn næstu tvö ár. Framlagið var 700 milljónir en verður 1400 milljónir. Markmiðið er að jafna aðstöðumun sveitarfélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Actavis enn í baráttunni um Merck

Actavis er enn með í samkeppninni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Orðrómur er uppi um að fyrirtækið hafi dregið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyrirtækinu Mylan. Þannig greinir fréttavefur Forbes og Economic Times frá í dag. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta við að lögsækja Dani

Evrópusambandið hefur ákveðið að hætta við lögsókn gegn stjórnvöldum í Danmörku vegna löggjafar sem takmarkar transfitusýrur í mat. Samkvæmt lögunum mega matvæli seld í Danmörku ekki innihalda meira en 2g af transfitusýrum í hverjum 100g. Það er tæplega helmingur þess magns sem Íslendingar borða af fitusýrum á dag samkvæmt könnun Manneldisráðs. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Atorka eignast um 30% í Clyde Process Solutions

Atorka hefur eignast 29,81 prósents hlut í Clyde Process Solutions (CPS) í tengslum við útgáfu á nýju hlutafé hjá félaginu. CPS er skráð á AIM markaðnum í London. Heildarverð kaupanna nemur 9 milljónum punda, jafnvirði 1.180 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnuleysi og óvissa við Naustavog

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir stefnuleysi og óvissu ríkja um heildarskipulag Elliðavogs. Í vikunni undirritaði borgarstjóri leigusamning við Snarfara um lóð félagsins við Naustavog til 30 ára. Dagur telur svo langan samning hafa verið ótímabæran.

Innlent
Fréttamynd

Blackstone Group ætlar í hlutafjárútboð

Bandaríski fjárfestasjóðurinn Blackstone Group, sem er einn af stærstu sjóðum heims, ætlar að efna til almenns hlutafjárútboðs með hluta af bréfum í sjóðum og skrá félagið á markað. Markmiðið er að auka hlutafé um fjóra milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 266 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Erkibiskup hvetur til mótmæla

Erkibiskup rómversk kaþólsku kirkjunnar í Bulawayo í Zimbabwe, Pius Ncube, hefur skorað á almenning að mótmæla þangað til Robert Mugabe, forseti landsins, segir af sér. Ncube sagðist jafnvel tilbúinn að mótmæla þó svo skothríð lögreglumanna myndi dynja á honum.

Erlent