Fréttir Rómarsáttmálinn fimmtugur á sunnudaginn Á sunnudaginn er hálf öld frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður og Efnahagsbandalag Evrópu, forveri Evrópusambandsins, stofnað. Um fimmtugt skartar ESB 27 aðildarríkjum og sameiginlegri mynt. Það sinnir friðargæslu í Afríku, Asíu, Miðausturlöndum og á Balkanskaga. Í sambandsríkjunum er fimmtung verslana heimsins að finna og þar býr tæplega hálfur milljarður manna. Erlent 23.3.2007 17:34 Samstarf eflt um málefni heimilislausra Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem komu að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum. Innlent 23.3.2007 19:23 Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket Bob Woolmer, landsliðsþjálfari Pakistana í krikket, var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Erlent 23.3.2007 17:30 Ógnað með byssum og síðan rænt Liðsmenn íranska byltingarhersins tóku í dag höndum 15 breska sjó- og landgönguliða sem voru við eftirlit í íraskri landhelgi. Þeim var ógnað með skotvopnum en ekki kom til átaka. Erlent 23.3.2007 17:26 Fjölsmiðjan í útgerð Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Innlent 23.3.2007 18:55 Bardagasveitir heim 2008 Fulltrúardeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem felur í sér að kalla skuli alla bardagasveitir Bandaríkjahers heim frá Írak fyrir 1. september 2008. Frumvarpið fól í sér rúmlega 8.000 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstursins en demókratar í fulltrúadeildinni bættu heimkvaðningarskilyrðinu við. Erlent 23.3.2007 17:23 Tilraun til sjálfsvígs Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Innlent 23.3.2007 18:14 Tölvumiðstöð sparisjóðanna fær nýtt nafn Tölvumiðstöð sparisjóðanna heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi félagsins í dag. Hjá Teris, sem er upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónustar fjármálafyrirtæki og á meðal stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins, starfa 100 manns. Viðskipti innlent 23.3.2007 16:47 Atorka eykur við sig í Romag Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Romag, leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. Atorka á eftir kaupin 16 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Kaupverð viðbótarhlutarins er um 235 milljónir króna en heildar markaðverðmæti eignarhlutar Atorku nemur tæpum 2 milljörðum króna. Viðskipti innlent 23.3.2007 17:31 Engin merki um samdrátt á fasteignamarkaði Heildarútlán innlánastofnana til íbúðarkaupa námu 3,7 milljörðum króna í febrúar sem jafngildir 900 milljóna króna aukningu á milli mánaða. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljörðum króna á sama tíma en það er sömuleiðis aukning á milli mánaða.Greiningardeild Kaupþings segir engin merki um að draga sé úr umsvifum á fasteignamarkaði. Viðskipti innlent 23.3.2007 16:58 Bílnum stungið í samband Bílaframleiðandinn Ford kynnti nýverið fyrsta ökuhæfa bílinn sem gengur bæði fyrir vetni og rafmagni. Bíllinn er búinn tengil tækni og er af gerðinni Ford Edge. Hann á að geta ekið 40 kílómetra á einni hleðslu en eftir að efnarafallinn tekur við er hægt að keyra ríflega 320 kílómetra til viðbótar. Með tengiltækninni er síðan hægt að hlaða 336 volta liþíum í gegnum venjulegt heimilisrafmagn. Erlent 23.3.2007 16:50 Samráð borgarinnar við íbúa vekur athygli Íbúasamráð í framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar vakti athygli á evrópskri ráðstefnu um sjálfbæra þróun á Sevilla á Spáni í gær. Um 1500 aðilar frá 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs flutti erindi á ráðstefnunni. Innlent 23.3.2007 16:35 Húðflúr fær tilgang eftir 32 ár Karlmaður sem tattóveraði nafn kærustu sinnar á handlegginn fyrir 32 árum er loksins að kvænast henni. Andy Cheesman frá Norfolk í Bretlandi og Annette Law hættu saman þegar hún var 17 ára. Andy hafði látið tattóvera nafn hennar á handleggin sem tákn um ást hans. Þau hættu saman áður en Annette sá húðflúrið. Erlent 23.3.2007 15:39 Styrktarreikningur vegna banaslyss Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir fjölskyldu Lísu Skaftadóttur sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í fyrradag. Reikningurinn er á nafni Ragnars Þórs, eiginmanns Lísu. Hann er númer 0152-05-267600, kt. 111161-3649. Lísa lét eftir sig eiginmann og fimm börn. Þau eru fjögurra og átta ára, tvíburar á fermingaraldri og 25 ára. Tvíburarnir fermast 5. apríl næstkomandi. Innlent 23.3.2007 14:48 Dagvistarrýmum fjölgað um 75 Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fjölga davistar-og hvíldarrýmum fyrir aldraða á næstu mánuðum. Alls verður 370 milljónum króna varið til verkefnisins. Því er ætlað að styrkja búsetu aldraðra á eigin heimilum. Dagvistarrýmum verður fjölgað um 75, en fyrir eru þau um 700 á landinu öllu. Innlent 23.3.2007 14:43 Minni hagnaður hjá Samherja Útgerðafélagið Samherji skilaði hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti innlent 23.3.2007 14:25 Braut glas á andliti konu Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta glerglas á andliti konu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi líkamsárásina sérlega hættulega. Við höggið brotnaði úr fimm tönnum konunnar. Líkamsárásin átti sér stað á veitingastað í miðborginni í janúar á síðasta ári. Í vitnisburði kemur fram að maðurinn hafi reiðst þegar bjór skvettist á hann. Innlent 23.3.2007 14:06 Skátamót með SMS ívafi Um helgina verður útilífshelgi skátaflokka í Heiðmörk. Mótið er sérstakt að því leiti að það er haldið innan borgarmakanna og er skipulagt af fólki á aldrinum 18-20 ára. SMS dagbók verður haldið úti á heimasíðu mótsins sem hluti af þrautum og verkefnum þátttakendanna. Innlent 23.3.2007 13:34 Vorhátíð og sumarskráning KFUM-og K Vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin á morgun í höfuðstöðvum félaganna að Holtavegi. Þá hefst líka skráning fyrir sumarbúðir. Í fyrra tóku rúmlega þrjú þúsund börn þátt í sumarstarfinu, en það er 30 prósent á tveimur árum. Vinsælustu flokkarnir fyllast á fyrstu klukkutímunum, segir í tilkynningu frá KFUM og KFUK. Búist er við að met verði slegið í sumarbúnaðaskráningu. Innlent 23.3.2007 13:13 Enn barist í Mógadisjú Harðir bardagar héldu áfram í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun, þriðja daginn í röð. Átök herskárra múslima við eþíópískar og sómalskar hersveitir hafa harnað síðustu vikur. Íbúar hafa flúið borgina í stórum hópum í gær og í morgun. Erlent 23.3.2007 12:13 Bannaður á bar fyrir losun vinds Karlmanni á fertugsaldri hefur verið bannað að sækja bar í Skotlandi. Ástæðan er sú að maðurinn leysir of oft vind með tilheyrandi látum og umhverfisáhrifum. Eigandi Thirsty Kirsty barsins í Fife segir að lyktin sé viðurstyggileg, og maðurinn öskri og veifi örmum svo allir finni lyktina þegar hann losar um vindganginn. Erlent 23.3.2007 12:26 Halli á SÁÁ Tæplega hundrað milljóna króna halli var á rekstri SÁÁ á síðasta ári. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, treystir því að stjórnvöld bregðist við og hefur enga trú á því að ríkið ætli að setja SÁÁ á hausinn. Innlent 23.3.2007 12:10 Almenna verkfræðistofan semur við Skýrr Almenna verkfræðistofan hefur samið við Skýrr um kaup og innleiðingu á fyrirtækjagáttinni Microsoft Office SharePoint Server 2007. Þetta er hugbúnaðarlausn sem gefur kost á miðlægu og gagnvirku samskipta- og vinnusvæði á Netinu fyrir aðgang, stjórnun og samnýtingu mikilvægra upplýsinga, skjala, forrita og fólks. Viðskipti innlent 23.3.2007 12:06 Fagna aukaframlagi ríkisins til sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar tímabundnu aukaframlagi ríkisstjórnarinnar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær af aðilunum. Hún kveður á um tvöföldun á framlagi ríkissjóðs í sjóðinn næstu tvö ár. Framlagið var 700 milljónir en verður 1400 milljónir. Markmiðið er að jafna aðstöðumun sveitarfélaganna. Innlent 23.3.2007 11:37 Actavis enn í baráttunni um Merck Actavis er enn með í samkeppninni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Orðrómur er uppi um að fyrirtækið hafi dregið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyrirtækinu Mylan. Þannig greinir fréttavefur Forbes og Economic Times frá í dag. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug. Viðskipti innlent 23.3.2007 11:34 Hætta við að lögsækja Dani Evrópusambandið hefur ákveðið að hætta við lögsókn gegn stjórnvöldum í Danmörku vegna löggjafar sem takmarkar transfitusýrur í mat. Samkvæmt lögunum mega matvæli seld í Danmörku ekki innihalda meira en 2g af transfitusýrum í hverjum 100g. Það er tæplega helmingur þess magns sem Íslendingar borða af fitusýrum á dag samkvæmt könnun Manneldisráðs. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna. Innlent 23.3.2007 10:56 Atorka eignast um 30% í Clyde Process Solutions Atorka hefur eignast 29,81 prósents hlut í Clyde Process Solutions (CPS) í tengslum við útgáfu á nýju hlutafé hjá félaginu. CPS er skráð á AIM markaðnum í London. Heildarverð kaupanna nemur 9 milljónum punda, jafnvirði 1.180 milljónum króna. Viðskipti innlent 23.3.2007 10:22 Stefnuleysi og óvissa við Naustavog Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir stefnuleysi og óvissu ríkja um heildarskipulag Elliðavogs. Í vikunni undirritaði borgarstjóri leigusamning við Snarfara um lóð félagsins við Naustavog til 30 ára. Dagur telur svo langan samning hafa verið ótímabæran. Innlent 23.3.2007 09:58 Blackstone Group ætlar í hlutafjárútboð Bandaríski fjárfestasjóðurinn Blackstone Group, sem er einn af stærstu sjóðum heims, ætlar að efna til almenns hlutafjárútboðs með hluta af bréfum í sjóðum og skrá félagið á markað. Markmiðið er að auka hlutafé um fjóra milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 266 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 23.3.2007 09:55 Erkibiskup hvetur til mótmæla Erkibiskup rómversk kaþólsku kirkjunnar í Bulawayo í Zimbabwe, Pius Ncube, hefur skorað á almenning að mótmæla þangað til Robert Mugabe, forseti landsins, segir af sér. Ncube sagðist jafnvel tilbúinn að mótmæla þó svo skothríð lögreglumanna myndi dynja á honum. Erlent 22.3.2007 23:13 « ‹ 188 189 190 191 192 193 194 195 196 … 334 ›
Rómarsáttmálinn fimmtugur á sunnudaginn Á sunnudaginn er hálf öld frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður og Efnahagsbandalag Evrópu, forveri Evrópusambandsins, stofnað. Um fimmtugt skartar ESB 27 aðildarríkjum og sameiginlegri mynt. Það sinnir friðargæslu í Afríku, Asíu, Miðausturlöndum og á Balkanskaga. Í sambandsríkjunum er fimmtung verslana heimsins að finna og þar býr tæplega hálfur milljarður manna. Erlent 23.3.2007 17:34
Samstarf eflt um málefni heimilislausra Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem komu að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum. Innlent 23.3.2007 19:23
Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket Bob Woolmer, landsliðsþjálfari Pakistana í krikket, var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Erlent 23.3.2007 17:30
Ógnað með byssum og síðan rænt Liðsmenn íranska byltingarhersins tóku í dag höndum 15 breska sjó- og landgönguliða sem voru við eftirlit í íraskri landhelgi. Þeim var ógnað með skotvopnum en ekki kom til átaka. Erlent 23.3.2007 17:26
Fjölsmiðjan í útgerð Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Innlent 23.3.2007 18:55
Bardagasveitir heim 2008 Fulltrúardeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem felur í sér að kalla skuli alla bardagasveitir Bandaríkjahers heim frá Írak fyrir 1. september 2008. Frumvarpið fól í sér rúmlega 8.000 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstursins en demókratar í fulltrúadeildinni bættu heimkvaðningarskilyrðinu við. Erlent 23.3.2007 17:23
Tilraun til sjálfsvígs Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Innlent 23.3.2007 18:14
Tölvumiðstöð sparisjóðanna fær nýtt nafn Tölvumiðstöð sparisjóðanna heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi félagsins í dag. Hjá Teris, sem er upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónustar fjármálafyrirtæki og á meðal stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins, starfa 100 manns. Viðskipti innlent 23.3.2007 16:47
Atorka eykur við sig í Romag Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Romag, leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. Atorka á eftir kaupin 16 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Kaupverð viðbótarhlutarins er um 235 milljónir króna en heildar markaðverðmæti eignarhlutar Atorku nemur tæpum 2 milljörðum króna. Viðskipti innlent 23.3.2007 17:31
Engin merki um samdrátt á fasteignamarkaði Heildarútlán innlánastofnana til íbúðarkaupa námu 3,7 milljörðum króna í febrúar sem jafngildir 900 milljóna króna aukningu á milli mánaða. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljörðum króna á sama tíma en það er sömuleiðis aukning á milli mánaða.Greiningardeild Kaupþings segir engin merki um að draga sé úr umsvifum á fasteignamarkaði. Viðskipti innlent 23.3.2007 16:58
Bílnum stungið í samband Bílaframleiðandinn Ford kynnti nýverið fyrsta ökuhæfa bílinn sem gengur bæði fyrir vetni og rafmagni. Bíllinn er búinn tengil tækni og er af gerðinni Ford Edge. Hann á að geta ekið 40 kílómetra á einni hleðslu en eftir að efnarafallinn tekur við er hægt að keyra ríflega 320 kílómetra til viðbótar. Með tengiltækninni er síðan hægt að hlaða 336 volta liþíum í gegnum venjulegt heimilisrafmagn. Erlent 23.3.2007 16:50
Samráð borgarinnar við íbúa vekur athygli Íbúasamráð í framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar vakti athygli á evrópskri ráðstefnu um sjálfbæra þróun á Sevilla á Spáni í gær. Um 1500 aðilar frá 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs flutti erindi á ráðstefnunni. Innlent 23.3.2007 16:35
Húðflúr fær tilgang eftir 32 ár Karlmaður sem tattóveraði nafn kærustu sinnar á handlegginn fyrir 32 árum er loksins að kvænast henni. Andy Cheesman frá Norfolk í Bretlandi og Annette Law hættu saman þegar hún var 17 ára. Andy hafði látið tattóvera nafn hennar á handleggin sem tákn um ást hans. Þau hættu saman áður en Annette sá húðflúrið. Erlent 23.3.2007 15:39
Styrktarreikningur vegna banaslyss Styrktarreikningur hefur verið stofnaður fyrir fjölskyldu Lísu Skaftadóttur sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í fyrradag. Reikningurinn er á nafni Ragnars Þórs, eiginmanns Lísu. Hann er númer 0152-05-267600, kt. 111161-3649. Lísa lét eftir sig eiginmann og fimm börn. Þau eru fjögurra og átta ára, tvíburar á fermingaraldri og 25 ára. Tvíburarnir fermast 5. apríl næstkomandi. Innlent 23.3.2007 14:48
Dagvistarrýmum fjölgað um 75 Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fjölga davistar-og hvíldarrýmum fyrir aldraða á næstu mánuðum. Alls verður 370 milljónum króna varið til verkefnisins. Því er ætlað að styrkja búsetu aldraðra á eigin heimilum. Dagvistarrýmum verður fjölgað um 75, en fyrir eru þau um 700 á landinu öllu. Innlent 23.3.2007 14:43
Minni hagnaður hjá Samherja Útgerðafélagið Samherji skilaði hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti innlent 23.3.2007 14:25
Braut glas á andliti konu Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta glerglas á andliti konu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi líkamsárásina sérlega hættulega. Við höggið brotnaði úr fimm tönnum konunnar. Líkamsárásin átti sér stað á veitingastað í miðborginni í janúar á síðasta ári. Í vitnisburði kemur fram að maðurinn hafi reiðst þegar bjór skvettist á hann. Innlent 23.3.2007 14:06
Skátamót með SMS ívafi Um helgina verður útilífshelgi skátaflokka í Heiðmörk. Mótið er sérstakt að því leiti að það er haldið innan borgarmakanna og er skipulagt af fólki á aldrinum 18-20 ára. SMS dagbók verður haldið úti á heimasíðu mótsins sem hluti af þrautum og verkefnum þátttakendanna. Innlent 23.3.2007 13:34
Vorhátíð og sumarskráning KFUM-og K Vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin á morgun í höfuðstöðvum félaganna að Holtavegi. Þá hefst líka skráning fyrir sumarbúðir. Í fyrra tóku rúmlega þrjú þúsund börn þátt í sumarstarfinu, en það er 30 prósent á tveimur árum. Vinsælustu flokkarnir fyllast á fyrstu klukkutímunum, segir í tilkynningu frá KFUM og KFUK. Búist er við að met verði slegið í sumarbúnaðaskráningu. Innlent 23.3.2007 13:13
Enn barist í Mógadisjú Harðir bardagar héldu áfram í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun, þriðja daginn í röð. Átök herskárra múslima við eþíópískar og sómalskar hersveitir hafa harnað síðustu vikur. Íbúar hafa flúið borgina í stórum hópum í gær og í morgun. Erlent 23.3.2007 12:13
Bannaður á bar fyrir losun vinds Karlmanni á fertugsaldri hefur verið bannað að sækja bar í Skotlandi. Ástæðan er sú að maðurinn leysir of oft vind með tilheyrandi látum og umhverfisáhrifum. Eigandi Thirsty Kirsty barsins í Fife segir að lyktin sé viðurstyggileg, og maðurinn öskri og veifi örmum svo allir finni lyktina þegar hann losar um vindganginn. Erlent 23.3.2007 12:26
Halli á SÁÁ Tæplega hundrað milljóna króna halli var á rekstri SÁÁ á síðasta ári. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, treystir því að stjórnvöld bregðist við og hefur enga trú á því að ríkið ætli að setja SÁÁ á hausinn. Innlent 23.3.2007 12:10
Almenna verkfræðistofan semur við Skýrr Almenna verkfræðistofan hefur samið við Skýrr um kaup og innleiðingu á fyrirtækjagáttinni Microsoft Office SharePoint Server 2007. Þetta er hugbúnaðarlausn sem gefur kost á miðlægu og gagnvirku samskipta- og vinnusvæði á Netinu fyrir aðgang, stjórnun og samnýtingu mikilvægra upplýsinga, skjala, forrita og fólks. Viðskipti innlent 23.3.2007 12:06
Fagna aukaframlagi ríkisins til sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar tímabundnu aukaframlagi ríkisstjórnarinnar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær af aðilunum. Hún kveður á um tvöföldun á framlagi ríkissjóðs í sjóðinn næstu tvö ár. Framlagið var 700 milljónir en verður 1400 milljónir. Markmiðið er að jafna aðstöðumun sveitarfélaganna. Innlent 23.3.2007 11:37
Actavis enn í baráttunni um Merck Actavis er enn með í samkeppninni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Orðrómur er uppi um að fyrirtækið hafi dregið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyrirtækinu Mylan. Þannig greinir fréttavefur Forbes og Economic Times frá í dag. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug. Viðskipti innlent 23.3.2007 11:34
Hætta við að lögsækja Dani Evrópusambandið hefur ákveðið að hætta við lögsókn gegn stjórnvöldum í Danmörku vegna löggjafar sem takmarkar transfitusýrur í mat. Samkvæmt lögunum mega matvæli seld í Danmörku ekki innihalda meira en 2g af transfitusýrum í hverjum 100g. Það er tæplega helmingur þess magns sem Íslendingar borða af fitusýrum á dag samkvæmt könnun Manneldisráðs. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna. Innlent 23.3.2007 10:56
Atorka eignast um 30% í Clyde Process Solutions Atorka hefur eignast 29,81 prósents hlut í Clyde Process Solutions (CPS) í tengslum við útgáfu á nýju hlutafé hjá félaginu. CPS er skráð á AIM markaðnum í London. Heildarverð kaupanna nemur 9 milljónum punda, jafnvirði 1.180 milljónum króna. Viðskipti innlent 23.3.2007 10:22
Stefnuleysi og óvissa við Naustavog Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir stefnuleysi og óvissu ríkja um heildarskipulag Elliðavogs. Í vikunni undirritaði borgarstjóri leigusamning við Snarfara um lóð félagsins við Naustavog til 30 ára. Dagur telur svo langan samning hafa verið ótímabæran. Innlent 23.3.2007 09:58
Blackstone Group ætlar í hlutafjárútboð Bandaríski fjárfestasjóðurinn Blackstone Group, sem er einn af stærstu sjóðum heims, ætlar að efna til almenns hlutafjárútboðs með hluta af bréfum í sjóðum og skrá félagið á markað. Markmiðið er að auka hlutafé um fjóra milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 266 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 23.3.2007 09:55
Erkibiskup hvetur til mótmæla Erkibiskup rómversk kaþólsku kirkjunnar í Bulawayo í Zimbabwe, Pius Ncube, hefur skorað á almenning að mótmæla þangað til Robert Mugabe, forseti landsins, segir af sér. Ncube sagðist jafnvel tilbúinn að mótmæla þó svo skothríð lögreglumanna myndi dynja á honum. Erlent 22.3.2007 23:13
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent