Innlent

Braut glas á andliti konu

Konan skarst einnig á hálsi og vör þegar glasið brotnaði á henni.
Konan skarst einnig á hálsi og vör þegar glasið brotnaði á henni. MYND/Getty Images

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta glerglas á andliti konu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi líkamsárásina sérlega hættulega. Við höggið brotnaði úr fimm tönnum konunnar.

Líkamsárásin átti sér stað á veitingastað í miðborginni í janúar á síðasta ári.  Í vitnisburði kemur fram að maðurinn hafi reiðst þegar bjór skvettist á hann.

Í vitnisburði kemur fram að maðurinn hafi reiðst þegar bjór skvettist á hann. Hann réðist í framhaldinu gegn konunni með fyrrgreindum afleiðingum. Hann bar fyrir dómi að hafa sjálfur skorist á fingrum, en ekki áttað sig á áverkum konunnar.

Þá hafi verið bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn hefur áður hlotið skilorðsbundna fangelsisdóma, meðal annars fyrir líkamsárásir.

Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni tæplega 550 þúsund króna skaðabætur auk alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×