Viðskipti innlent

Almenna verkfræðistofan semur við Skýrr

Bjarki Guðmundsson, kerfisstjóri Almennu verkfræðistofunnar, stendur hér milli þeirra Laufeyjar Jörgensdóttur og Ægis Rafns Magnússonar, sem eru sölustjórar hjá Skýrr.
Bjarki Guðmundsson, kerfisstjóri Almennu verkfræðistofunnar, stendur hér milli þeirra Laufeyjar Jörgensdóttur og Ægis Rafns Magnússonar, sem eru sölustjórar hjá Skýrr.

Almenna verkfræðistofan hefur samið við Skýrr um kaup og innleiðingu á fyrirtækjagáttinni Microsoft Office SharePoint Server 2007. Þetta er hugbúnaðarlausn sem gefur kost á miðlægu og gagnvirku samskipta- og vinnusvæði á Netinu fyrir aðgang, stjórnun og samnýtingu mikilvægra upplýsinga, skjala, forrita og fólks.

Með notkun gáttarinnar gefst færi til að taka skjótari og betri ákvarðanir, auka alla samvinnu hópa og gera skilvirkari, ásamt því að einfalda jafnt verk- sem viðskiptaferla, að því er segir í tilkynningu.

SharePoint-fyrirtækjagáttin verður rekin í kerfisleiguhögun hjá Skýrr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×