Tilraun til sjálfsvígs 23. mars 2007 18:45 Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Á íslenskri bloggsíðu hefur síðastliðna viku mátt sjá myndband af mótorhjóli sem fer á manndrápshraða eftir vegum á Suðurnesjum. Myndbandið var sýnt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Fréttastofa hefur þetta myndband einnig undir höndum og þar má sjá að mótorhjólið fer hraðast í 288 kílómetra hraða. Búið er að taka myndbandið út af bloggsíðunni sem Skúli Steinn Vilbergsson heldur úti. Í færslu sem birtist í gærkvöldi segir hann meðal annars: Ég neita fyrir það að hafa verið að keyra hjólið á þessu videoi, vissulega setti ég það á netið og allt það en ég var ekki að keyra. Á öðrum stað í færslunni segir hann: Og þið sem eruð eitthvað að væla um að mótorhjól séu svo hættuleg í umferðinni og að menn séu að leggja aðra í hættu og blablabla með svona akstri, nefniði mér eitt fucking atvik þar sem einhver hefur slasast eða dáið útaf mótorhjóli í umferðinni. Fréttastofa hafði samband við Umferðarstofu í dag. Þar fengust þær upplýsingar að á síðustu tíu árum hefur sex dáið í mótorhjólaslysum. Níutíu og einn hafa slasast mikið og tæplega 200 slasast lítið. Samtals hafa því 293 mótorhjólamenn slasast eða látist í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Fullyrðing Skúla á bloggsíðunni um að enginn hafi slast út af mótorhjóli er röng. Nítján manns, vegfarendur eða fólk í öðrum ökutækjum, hafa slasast af völdum mótorhjóla á síðustu tíu árum. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir þennan akstur votta um heimsku. "Þetta er hreinlega tilraun til sjálfsvígs, þetta er ekkert annað." Sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar í desember og nú í þinglok var samþykkt að leggja megi hald á bíla þeirra manna sem eru ítrekað staðnir að ofsaakstri. En þarf ekki að koma í veg fyrir að ökutæki komist upp í slíkan manndrápshraða, til dæmis með hraðalás? "Ég tel ekkert óhugsandi að menn skoði þann möguleika að það sé hægt að beita slíku." Fréttir Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira
Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Á íslenskri bloggsíðu hefur síðastliðna viku mátt sjá myndband af mótorhjóli sem fer á manndrápshraða eftir vegum á Suðurnesjum. Myndbandið var sýnt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Fréttastofa hefur þetta myndband einnig undir höndum og þar má sjá að mótorhjólið fer hraðast í 288 kílómetra hraða. Búið er að taka myndbandið út af bloggsíðunni sem Skúli Steinn Vilbergsson heldur úti. Í færslu sem birtist í gærkvöldi segir hann meðal annars: Ég neita fyrir það að hafa verið að keyra hjólið á þessu videoi, vissulega setti ég það á netið og allt það en ég var ekki að keyra. Á öðrum stað í færslunni segir hann: Og þið sem eruð eitthvað að væla um að mótorhjól séu svo hættuleg í umferðinni og að menn séu að leggja aðra í hættu og blablabla með svona akstri, nefniði mér eitt fucking atvik þar sem einhver hefur slasast eða dáið útaf mótorhjóli í umferðinni. Fréttastofa hafði samband við Umferðarstofu í dag. Þar fengust þær upplýsingar að á síðustu tíu árum hefur sex dáið í mótorhjólaslysum. Níutíu og einn hafa slasast mikið og tæplega 200 slasast lítið. Samtals hafa því 293 mótorhjólamenn slasast eða látist í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Fullyrðing Skúla á bloggsíðunni um að enginn hafi slast út af mótorhjóli er röng. Nítján manns, vegfarendur eða fólk í öðrum ökutækjum, hafa slasast af völdum mótorhjóla á síðustu tíu árum. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir þennan akstur votta um heimsku. "Þetta er hreinlega tilraun til sjálfsvígs, þetta er ekkert annað." Sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar í desember og nú í þinglok var samþykkt að leggja megi hald á bíla þeirra manna sem eru ítrekað staðnir að ofsaakstri. En þarf ekki að koma í veg fyrir að ökutæki komist upp í slíkan manndrápshraða, til dæmis með hraðalás? "Ég tel ekkert óhugsandi að menn skoði þann möguleika að það sé hægt að beita slíku."
Fréttir Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira