Tilraun til sjálfsvígs 23. mars 2007 18:45 Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Á íslenskri bloggsíðu hefur síðastliðna viku mátt sjá myndband af mótorhjóli sem fer á manndrápshraða eftir vegum á Suðurnesjum. Myndbandið var sýnt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Fréttastofa hefur þetta myndband einnig undir höndum og þar má sjá að mótorhjólið fer hraðast í 288 kílómetra hraða. Búið er að taka myndbandið út af bloggsíðunni sem Skúli Steinn Vilbergsson heldur úti. Í færslu sem birtist í gærkvöldi segir hann meðal annars: Ég neita fyrir það að hafa verið að keyra hjólið á þessu videoi, vissulega setti ég það á netið og allt það en ég var ekki að keyra. Á öðrum stað í færslunni segir hann: Og þið sem eruð eitthvað að væla um að mótorhjól séu svo hættuleg í umferðinni og að menn séu að leggja aðra í hættu og blablabla með svona akstri, nefniði mér eitt fucking atvik þar sem einhver hefur slasast eða dáið útaf mótorhjóli í umferðinni. Fréttastofa hafði samband við Umferðarstofu í dag. Þar fengust þær upplýsingar að á síðustu tíu árum hefur sex dáið í mótorhjólaslysum. Níutíu og einn hafa slasast mikið og tæplega 200 slasast lítið. Samtals hafa því 293 mótorhjólamenn slasast eða látist í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Fullyrðing Skúla á bloggsíðunni um að enginn hafi slast út af mótorhjóli er röng. Nítján manns, vegfarendur eða fólk í öðrum ökutækjum, hafa slasast af völdum mótorhjóla á síðustu tíu árum. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir þennan akstur votta um heimsku. "Þetta er hreinlega tilraun til sjálfsvígs, þetta er ekkert annað." Sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar í desember og nú í þinglok var samþykkt að leggja megi hald á bíla þeirra manna sem eru ítrekað staðnir að ofsaakstri. En þarf ekki að koma í veg fyrir að ökutæki komist upp í slíkan manndrápshraða, til dæmis með hraðalás? "Ég tel ekkert óhugsandi að menn skoði þann möguleika að það sé hægt að beita slíku." Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Á íslenskri bloggsíðu hefur síðastliðna viku mátt sjá myndband af mótorhjóli sem fer á manndrápshraða eftir vegum á Suðurnesjum. Myndbandið var sýnt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Fréttastofa hefur þetta myndband einnig undir höndum og þar má sjá að mótorhjólið fer hraðast í 288 kílómetra hraða. Búið er að taka myndbandið út af bloggsíðunni sem Skúli Steinn Vilbergsson heldur úti. Í færslu sem birtist í gærkvöldi segir hann meðal annars: Ég neita fyrir það að hafa verið að keyra hjólið á þessu videoi, vissulega setti ég það á netið og allt það en ég var ekki að keyra. Á öðrum stað í færslunni segir hann: Og þið sem eruð eitthvað að væla um að mótorhjól séu svo hættuleg í umferðinni og að menn séu að leggja aðra í hættu og blablabla með svona akstri, nefniði mér eitt fucking atvik þar sem einhver hefur slasast eða dáið útaf mótorhjóli í umferðinni. Fréttastofa hafði samband við Umferðarstofu í dag. Þar fengust þær upplýsingar að á síðustu tíu árum hefur sex dáið í mótorhjólaslysum. Níutíu og einn hafa slasast mikið og tæplega 200 slasast lítið. Samtals hafa því 293 mótorhjólamenn slasast eða látist í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Fullyrðing Skúla á bloggsíðunni um að enginn hafi slast út af mótorhjóli er röng. Nítján manns, vegfarendur eða fólk í öðrum ökutækjum, hafa slasast af völdum mótorhjóla á síðustu tíu árum. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir þennan akstur votta um heimsku. "Þetta er hreinlega tilraun til sjálfsvígs, þetta er ekkert annað." Sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar í desember og nú í þinglok var samþykkt að leggja megi hald á bíla þeirra manna sem eru ítrekað staðnir að ofsaakstri. En þarf ekki að koma í veg fyrir að ökutæki komist upp í slíkan manndrápshraða, til dæmis með hraðalás? "Ég tel ekkert óhugsandi að menn skoði þann möguleika að það sé hægt að beita slíku."
Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira