Erlent

Bílnum stungið í samband

MYND/Brimborg

Bílaframleiðandinn Ford kynnti nýverið fyrsta ökuhæfa bílinn sem gengur bæði fyrir vetni og rafmagni. Bíllinn er búinn tengil tækni og er af gerðinni Ford Edge. Hann á að geta ekið 40 kílómetra á einni hleðslu en eftir að efnarafallinn tekur við er hægt að keyra ríflega 320 kílómetra til viðbótar. Með tengiltækninni er síðan hægt að hlaða 336 volta liþíum í gegnum venjulegt heimilisrafmagn.

Í bílnum er ný gerð driflínu, Hyseries Drive, fyrir bíla sem nýta tvo orkugjafa. Driflínan eykur úrval tvíorkubíla því hægt er að nota mismunandi orkugjafa til að styðja við rafmótorinn. Þessi nýja tækni leiðir til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu umhverfisvænna bíla, segir í tilkynningu frá Brimborg. Verð á bílunum lækki en gæðin aukist.

Ford hefur verið með tvíorkujeppa til sölu á Bandaríkjamarkaði í nokkur ár, Ford Escape, en hann gengur fyrir bensíni og rafmagni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×