Samstarf eflt um málefni heimilislausra 23. mars 2007 19:23 Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem koma að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum. Málþing á vegum Rauða krossins, Samhjálpar, Reykjavíkurborgar og Hjálparstarfs kirkjunnar var haldið um málefni heimilislausra í dag. Þar var meðal annars rætt um hvernig allir þeir sem kæmu að málefnum heimilslausra gætu stillt saman strengi og unnið markvisst að því að hjálpa heimilislausum. Talið er að um fjörutíu til sextíu séu heimilislausir í dag og nær einungis á höfuðborgarsvæðinu. 30-40% þeirra eiga við alvarlegan geðrænan vanda að stríða. Ellý A. Þorsteinssdóttir skrifstofusstjóri Velferðarsviðs sagði í hádegisviðtali Stöðvar tvö í dag að útvega þyrfti frekara húsnæði og huga betur að konum á götunni, sem væru í neyslu. Ásdís Sigurðardóttir í þeim sporum í fjögur ár. Hún sagði sögu sína á málþinginu í dag. Ásdís segir nóttina sem hún ákvað að hætta að drekka hafa verið afdrifaríka. Þá var hún búin að ráfa á milli fjögurra eða fimm staða í leit að gististað í byl um hávetur. Eftir þá nótt fór Ásdís inn á Hlaðgerðarkot, hætti að drekka og hefur verið edrú í nærri tvö og hálft ár. Sveinbjörn Bjarkason hefur verið edrú í um eitt og hálft ár. Hann gekk á milli meðferðarstofnana í 17 ár og var oft heimilislaus á þeim tíma. Hann segir að sér hafi aldrei orðið eins kalt á ævinni og segir þá reynslu skelfilega. Ásdís og Sveinbjörn gagnrýna harðlega úrræðaleysið sem tekur við fólki að lokinni meðferð. Fólk viti ekki hvert það eigi að leita og erfitt sé að byrja upp á nýtt án aðstoðar. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Stefnt er að því að efla samstarf milli allra þeirra sem koma að málefnum heimilislausra í samfélaginu. 40 til 60 eru nú heimilislausir á höfuðborgarsvæðinu. Kona á fimmtugsaldri sem var á götunni í fjögur ár sagðist hafa ákveðið að hætta að drekka þegar hún horfðist í augu við dauðann, í byl fyrir rúmum tveimur árum. Málþing á vegum Rauða krossins, Samhjálpar, Reykjavíkurborgar og Hjálparstarfs kirkjunnar var haldið um málefni heimilislausra í dag. Þar var meðal annars rætt um hvernig allir þeir sem kæmu að málefnum heimilslausra gætu stillt saman strengi og unnið markvisst að því að hjálpa heimilislausum. Talið er að um fjörutíu til sextíu séu heimilislausir í dag og nær einungis á höfuðborgarsvæðinu. 30-40% þeirra eiga við alvarlegan geðrænan vanda að stríða. Ellý A. Þorsteinssdóttir skrifstofusstjóri Velferðarsviðs sagði í hádegisviðtali Stöðvar tvö í dag að útvega þyrfti frekara húsnæði og huga betur að konum á götunni, sem væru í neyslu. Ásdís Sigurðardóttir í þeim sporum í fjögur ár. Hún sagði sögu sína á málþinginu í dag. Ásdís segir nóttina sem hún ákvað að hætta að drekka hafa verið afdrifaríka. Þá var hún búin að ráfa á milli fjögurra eða fimm staða í leit að gististað í byl um hávetur. Eftir þá nótt fór Ásdís inn á Hlaðgerðarkot, hætti að drekka og hefur verið edrú í nærri tvö og hálft ár. Sveinbjörn Bjarkason hefur verið edrú í um eitt og hálft ár. Hann gekk á milli meðferðarstofnana í 17 ár og var oft heimilislaus á þeim tíma. Hann segir að sér hafi aldrei orðið eins kalt á ævinni og segir þá reynslu skelfilega. Ásdís og Sveinbjörn gagnrýna harðlega úrræðaleysið sem tekur við fólki að lokinni meðferð. Fólk viti ekki hvert það eigi að leita og erfitt sé að byrja upp á nýtt án aðstoðar.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira