Fréttir

Fréttamynd

Rektor HR hafnar ásökunum um spillingu

Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við fyrirtæki sem formaður háskólaráðs á sterk ítök í. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 3000 tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur

Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsir ekki eftir fleiri sakarefnum

Jakob Möller sagði við málflutning í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykajvíkur í dag að hann teldi uppbyggingu ákæra um bókhaldsbrot óþægilega og átaksilla. Skrítið væri að ákæra fyrir bókhaldsbrot, en ekki brot á ársreikningum um leið. Hann væri þó ekki að auglýsa eftir fleiri sakarefnum, en saksóknari hefði ekki gefið skýringar á þessu.

Innlent
Fréttamynd

Nýjir loftferðasamningar undirritaðir

Í dag voru undirritaðir í utanríkisráðuneytinu nýjir loftferðasamningar við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Í þeim felast rýmri heimildir til flugs frá þessum ríkjum til þriðju ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, Efta-ríkjanna og aðildarríkja sameiginlega evrópska flugsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Settur saksóknari beitti Morfís-brögðum

Settur saksóknari í Baugsmálinu beitti Morfís-brögðum og tók ekki tillit til hlutleysisskyldu sinnar í ræðu sinni í gær. Þetta sagði Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs þegar hann hóf málflutning sinn eftir hádegi í dag. Jakob tók undir orð Gests Jónssonar um bresti í rannsókn málsins og skort á sönnunargildi tölvupósta.

Innlent
Fréttamynd

Eitrunarleyfi gegn fuglum verði afturkallað

Stjórn Fuglaverndar fer fram á að eitrunarleyfi sem Umhverfisstofnun veitti til að drepa á annað þúsund sílamáva, verði afturkallað. Leyfið var veitt til notkunar í grennd við þéttbýli Reykjavíkur og nágrennis. Notkun eiturefna til fugladráps hefur verið bönnuð hér lengi. Á sínum tíma varð hún næstum til að útrýma haferninum hér við land.

Innlent
Fréttamynd

Toyota nálgast toppsætið í bílaframleiðslu

Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. Toyota er næstumsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og stefnir allt í að fyrirtækið taki toppsætið af bandaríska bílaframleiðandanum General Motors í nánustu framtíð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrsta súrálssendingin komin til Reyðarfjarðar

Fyrsta sendingin af súráli kom til Reyðarfjarðar um hádegisbilið í dag. Þetta eru tímamót í starfsemi álvers Alcoa Fjarðaráls, en súrál er meginuppistaða hráefnis í áli. Nú styttist í að hið nýja álver taki til starfa. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að 39 þúsund tonn hafi komið til lands í dag með flutningaskipinu Pine Arrow.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn við að selja fíkniefni

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í gær við að selja karlmanni um tvítugt ætluð fíkniefni. Í bíl hans fundust efni sem talin eru vera 20 grömm af hassi og tíu grömm af maríjúana. Leitað var á heimili mannsins í framhaldinu og fundust þar 20 grömm af hassi til viðbótar. Báðir mennirnir voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu en málið er að mestu upplýst.

Innlent
Fréttamynd

Microsoft að kaupa DoubleClick?

Orðrómur er uppi um að bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggist kaupa bandaríska netauglýsingafyrirtækið DoubleClick. Viðræður forsvarsmanna um málið standa nú yfir. Fréttastofa Reuters segir DoubleClick sömuleiðis ræða fyrir fleiri hugsanlega kaupendur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mokveiði í Grindavík

Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel.

Innlent
Fréttamynd

Engin refsiheimild í lögum

Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir refsiheimild ekki fyrir hendi í lögum sem ákæruliður um meintar ólöglegar lánveitingar byggir á. Máli olíuforstjóranna hafi verið vísað frá á þeim grundvelli að greinar samkeppnislaga væru ekki nógu skýrar um ábyrgð stjórnenda. Þá vill Gestur vill sýknu, ekki frávísun, vegna orða stjórnanda rannsóknarinnar um að málið hafi ekki verið rannsakað með tilliti til nauðsynlegra viðskipta.

Innlent
Fréttamynd

Slysagildrum fækkað með koddum og eyrum

Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt áætlun fyrir árið 2007 til endurbóta á stöðum í borginni þar sem slys eru tíð. Miðað er að því að stuðla að frekara öryggi á vástöðum með því að draga úr umferðarhraða með mismunandi tegundum hraðahindrana.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir hækkar verðmat á Actavis

Greiningardeild Glitnis telur kaup í Actavis góðan fjárfestingakost og mælir með kaupum á bréfum í félaginu í nýju verðmati á félaginu. Glitnir hefur hækkað verðmatsgengið á Actavis úr 68,1 krónu á hlut í 87,7 krónur og verðmatsgengið til næstu sex mánaða úr 72, krónum í 95 krónum á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birgjar - veriði samkvæmir sjálfum ykkur

Neytendasamtökin hvetja birgja til að vera sjálfum sér samkvæma og lækka verð á vörum sínum. Í byrjun árs hækkaði 31 birgir verð vegna slæmrar stöðu krónunnar. Frá áramótum hefur krónan styrkst og algengir erlendir gjaldmiðlar lækkað um fjögur til fimm prósent. Einungis þrír birgjar hafa lækkað verð sín nú.

Innlent
Fréttamynd

Framganga ákæruvaldsins einkennist af miskunnarleysi

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs hefur verið boðaður til skýrslutöku hjá Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á skattamálum hans. Þetta upplýsti Gestur Jónsson verjandi hans við upphaf málflutnings í Baugsmálinu í morgun. Hann telur framgang ákæruvaldsins einkennast af miskunnarleysi.

Innlent
Fréttamynd

ABN Amro biðlar til hluthafa

Stjórnendur hollenska bankans ABN Amro mæla með því við hluthafa bankans að þeir felli hagræðingatillögur fjárfestingasjóðsins The Children's Investment Fund (TCI). Tillögur sjóðsins fela í sér sölu á bankanum í heild eða hlutum. ABN Amro á í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn hækkar hráolíuverðið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman bandaríkjadal á tunnu í dag vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjamanna og Írana. Olíuverðið hefur verið á snarpri uppleið eftir að íranskir hermenn handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Munu þeir, að sögn íranskra yfirvalda, hafa verið innan íranskrar landhelgi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ungbarnadauði minnstur og íslenskir karlar áfram elstir í heimi

Ungbarnadauði er áfram minnstur á Íslandi og íslenskir karlmenn verða allra karla elstir. Þeir ná að meðaltali 79,4 ára aldri. Konur verða að meðaltali 83 ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands frá árunum 2005 og 2006. Lífslíkur íslenskra kvenna voru lengi betri en kynsystra þeirra í öðrum löndum. Nú verða japanskar konur hins vegar elstar, þá svissneskar og síðan spænskar.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til að endurvinnslustöðinni í Sellafield verði lokað

Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis hvetja bresk stjórnvöld til að hætta við að enduropna kjarnorkuendurvinnslustöðina Sellafield. Henni var lokað árið 2005 vegna innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. Starfsemi stöðvarinnar hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra stjórnvalda sem oft hafa hvatt til þess að henni verði lokað.

Erlent
Fréttamynd

Hét á páfa og læknaðist

Frönsk nunna sem læknaðist af Parkinsons-veiki eftir að hafa heitið á Jóhannes Pál páfa annan er höfuðástæða þess að honum verður veitt sérstök blessun á tveggja ára ártíð sinni í næstu viku. Komi annað kraftaverk í ljós verður hann tekinn í dýrlingatölu.

Erlent
Fréttamynd

Málflutningi saksóknara í Baugsmálinu lokið

Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu lauk nú fyrir stundu munnlegum málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi. Í dag fjallaði hann um meint bókhaldsbrot Jóns Ásgeirs Jóhannssonar forstjóra Baugs og Tryggva Jónssonar fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Ferðakostnaði íþróttafélaga mætt með ferðasjóði

Ríkisstjórnin ákvað í dag að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga. Ákvörðunin styður niðurstöður nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um málið. Ferðakostnaður íþróttafélaga er mismikill meðal annars af landfræðilegum ástæðum. Þá er aðgengi að stuðningi fyrirtækja og einstaklinga einnig mismikill.

Innlent
Fréttamynd

Væntingar Bandaríkjamanna minnka

Væntingar bandarískra neytenda minnkuðu úr 111,2 stigum í 107,2 stig í þessum mánuði. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni er samdráttur á fasteignamarkaði og hækkun á heimsmarkaði á hráolíu. Í síðasta mánuði höfðu væntingar Bandaríkjamanna ekki mælst hærri í fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Actavis kaupir Lyfjaþróun

Actavis hefur keypt íslenska fyrirtækið Lyfjaþróun hf., sem sérhæfir sig í þróun nefúðalyfja. Með kaupunum öðlast Actavis þekkingu á þróun á nýjum lyfjaformum sem félagið býr ekki yfir í dag. Kaupverð er ekki gefið upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefán Baldursson verður óperustjóri

Stefán Baldursson leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri hefur verið ráðinn óperustjóri Íslensku óperunnar. Bjarni Daníelsson núverandi óperustjóri lætur af störfum 1. júlí næstkomandi. í fréttatilkynningu frá Íslensku óperunni segir að Stefán muni hefja störf í maí. Þá mun hann vinna með fráfarandi óperustjóra að undirbúningi næsta starfsárs.

Innlent
Fréttamynd

Tímaspursmál um alvarlegt slys á Gjábakkavegi

Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ný höfuðborg Mjanmar sýnd í fyrsta sinn

Herforingjastjórnin í Asíuríkinu Mjanmar, áður þekkt sem Burma, hefur í fyrsta sinn hleypt blaðamönnum inn í nýja höfuðborg landsins, Naypyidaw . Borgin var byggð frá grunni fyrir nokkrum misserum í frumskógi um 460 kílómetra frá gömlu höfuðborginni Yangoon.

Erlent
Fréttamynd

Skolpbylgja skall á þorpi

Að minnsta kosti þrír týndu lífi og fjölmargra er saknað eftir að safnþró gaf sig og skolp flæddi um þorp á Gaza-svæðinu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld segja fjögura ára dreng og sjötuga konu meðal þeirra sem týndu lífi. Á þriðja tug húsa fóru í kaf og 25 hið minnsta slösuðust.

Erlent
Fréttamynd

Tveir milljarðar í orku-útrás

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja tvo milljarða króna í nýtt útrásarfyrirtæki orkuþekkingar, sem nefnist Reykjavík Energy Invest. Markmið félagsins er að viðhalda forystu félagsins í útflutningi þekkingar á umhverfisvænni nýtingu orkulinda, sérstaklega jarðhita.

Innlent