Innlent

Tveir milljarðar í orku-útrás

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja tvo milljarða króna í nýtt útrásarfyrirtæki orkuþekkingar, sem nefnist Reykjavík Energy Invest. Markmið félagsins er að viðhalda forystu félagsins í útflutningi þekkingar á umhverfisvænni nýtingu orkulinda, sérstaklega jarðhita.

Eignarhlutir Orkuveitu Reykjavíkur í Enex, Enex Kína og öðrum útrásarfélögum verða lagðir inn í nýja félagið auk nýs hlutafjár.

Orkuveitan hefur um árabil komið að jarðhitaverkefnum víða um heim og tekið beinan þátt í einstökum verkefnum, en nú verður þessi starfsemi undir einum hatti. Einnig verður það opið fyrir nýjum samstarfsaðilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×