Innlent

Ferðakostnaði íþróttafélaga mætt með ferðasjóði

Meistaramót í frjálsum.
Meistaramót í frjálsum. MYND/Heiða Helgadóttir

Ríkisstjórnin ákvað í dag að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga. Ákvörðunin styður niðurstöður nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um málið.

Ferðakostnaður íþróttafélaga er mismikill meðal annars af landfræðilegum ástæðum. Þá er aðgengi að stuðningi fyrirtækja og einstaklinga einnig mismikill.

Niðurstaða nefndarinnar var að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga til að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Stefnt verður að því að árlegt framlag til sjóðsins verði 90 milljónir króna. Þá var lagt til að Íþrótta og Ólympíusamband íslands hafi umsjón og umsýslu sjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×