Innlent

Birgjar - veriði samkvæmir sjálfum ykkur

MYND/Getty

Neytendasamtökin hvetja birgja til að vera sjálfum sér samkvæma og lækka verð á vörum sínum. Í byrjun árs hækkaði 31 birgir verð vegna slæmrar stöðu krónunnar. Frá áramótum hefur krónan styrkst og algengir erlendir gjaldmiðlar lækkað um fjögur til fimm prósent.

Einungis þrír birgjar hafa lækkað verð sín nú. Innes reið á vaðið með lækkun, þá Ásbjörn Ólafsson og síðast Íslensk-Ameríska.

Í frétt á vef samtakanna er deilt á veitingahús sem ekki lækkuðu verð vegna breytingu á virðisaukaskatti. Neytendur krefjist þess að verð lækki í samræmi við styrkingu krónu, ef það hafi hækkað vegna veikrar krónu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×