Fréttir Engin átök í Tallinn í nótt Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Ekki kom til átaka í höfuðborginni í nótt. Erlent 29.4.2007 12:13 Tamíl tígrar gerðu loftárásir í nótt Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslur og bensínvinnslustöðvar í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. Erlent 29.4.2007 12:11 Styður Brown til formanns Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Erlent 29.4.2007 12:10 Kviknaði í eftir að eldingu laust niður Miklir eldar loga nú í olíuvinnslustöð í Oklahóma í Bandaríkjunum eftir að eldingu laust niður í geymslustöð sem í voru 50 þúsund tunnur af ómeðhöndluðu bensíni. Eldur blossaði það upp og læsti hann sig svo í öðrum geymslutanki þar sem var að finna 30 þúsund tunnur af díselolíu. Erlent 29.4.2007 12:05 Fjölmenn mótmæli í Istanbúl Mörg þúsund Tyrkir komu saman til mótmælafundar í Istanbúl í morgun til að styðja við aðskilnað ríkis og trúarbragða í landinu. Deilt er um skipan forseta sem hefur haldið mikilli tryggð við rætur sínar í Íslam. Erlent 29.4.2007 12:00 Tamíl tígrar gerðu loftárás Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslu og -vinnslustöð í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. Erlent 29.4.2007 10:04 Styttist í þingkosningar á Írlandi Mary McAleese, forseti Írlands, hefur leyst upp þing í landinu og boðað til kosningar tuttugasta og fjórða maí næstkomandi. Þetta er gert að ósk Berties Ahern, forsætisráðherra. Kosið er til þings á Írlandi á fimm ára fresti. Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum en Ahern sækist eftir því að halda forsætisráðherraembættinu þriðja kjörtímabilið í röð. Erlent 29.4.2007 09:52 Eistar kenna Rússum um Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Eistar segja það tákn um kúgun Sovétmanna en Eistar af rússneskum ættum segja það tákn um hetjur sem hafi barist gegn nasistum. Engar fregnir hafa borist af átökum í nótt. Erlent 29.4.2007 09:49 Blair styður Brown Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Blair tilkynnti í september í fyrra að hann ætlaði að víkja úr embætti innan árs. Erlent 29.4.2007 09:45 Til marks um uppgang þjóðernissinna Um 800 mótmælendur hafa verið handteknir og 150 særst í átökum við lögreglu í Eistlandi vegna deilna um minnismerki um fallna hermenn í síðari heimsstyrjöldinni. Íslendingur sem búsettur er í landinu segir átökin til marks um uppgang þjóðernissinna í Eistlandi. Erlent 28.4.2007 19:00 Jörð skalf undir fótum Englendinga Íbúum í Kent-sýslu á Englandi brá heldur en ekki í brún í morgun þegar jörð tók að skjálfa undir fótum þeirra. Engin slasaðist alvarlega í jarðhræringunum en nokkrar skemmdir urðu á byggingum og rafmagn fór af stóru svæði um tíma. Erlent 28.4.2007 17:53 Tyrkneski herinn haldi að sér höndum Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Erlent 28.4.2007 17:47 Novator að yfirgefa símamarkaðinn Erlendir fjölmiðlar herma að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi selt 10,8 prósenta hlut sinn, um helmingseign sína, í gríska símafélaginu Forthnet til þarlendra stofnanafjárfesta og annarra aðila. Novator er sagt vera að hverfa af símamarkaði í A-Evrópu. Viðskipti innlent 28.4.2007 12:45 Landsbankinn með viðskiptaskrifstofu í Winnipeg Landsbankinn opnaði í gær viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Að mati stjórnenda bankans býður borgin upp á ýmis tækifæri en tengslin við frændsystkin okkar í Vesturheimi höfðu einnig sitt að segja við staðarákvörðunina. Innlent 28.4.2007 12:27 Átök í Tallin Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Erlent 28.4.2007 11:56 Uppsagnir í Bolungarvík Stærsti vinnuveitandi Bolungarvíkur hefur sagt upp meginhluta starfsfólks síns. 48 starfsmönnum hjá rækjuvinnslunni Bakkavík í Bolungarvík hefur verið sagt upp í landvinnslu félagsins. Hjá landvinnslunni störfuðu 60 manns áður en til uppsagna kom Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstur rækjuvinnslunnar hafi gengið erfiðlega undanfarin ár. Innlent 27.4.2007 19:22 Sláandi lík lógó Umræða um það hve vörumerki geta oft verið keimlík kviknaði fyrr í mánuðinum þegar sameinuð félög ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja kynntu nýja nafnið sitt N1 og þar með nýtt vörumerki. ESSO merkið gamla var þurrkað út og N1 kom í staðinn. Vakti merkið reiði hjá forsvarsmönnum fjölmiðlafyrirtækisins N4 á Akureyri. Þótti merkið hjá N einum sláandi líkt N fjórum. Innlent 27.4.2007 19:09 Þéttriðið varnarnet á Atlantshafi Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. Innlent 27.4.2007 19:06 Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu 291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 27.4.2007 17:30 Hagvöxtur í Bandaíkjunum langt undir spám Hagvöxtur jókst um 1,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum hagstofu Bandaríkjanna. Hagvöxtur hefur ekki verið jafn lítill í fjögur ár. Fréttirnar ollu því að gengi bandaríkjadals lækkaði á markaði og hefur aldrei verið jafn lágur gagnvart evru. Viðskipti erlent 27.4.2007 13:12 Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar. Viðskipti innlent 27.4.2007 12:29 Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Viðskipti innlent 27.4.2007 10:12 2.200 prósenta verðbólga í Zimbabve Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve jókst um 500 prósent á milli mánaða og mældist 2.200 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur aldrei nokkru sinni í sögu nokkurs lands mælst hærri. Ríkisstjórn landsins vann að því í lengstu lög að fresta birtingu verðbólgutalna mánaðarins á meðan landsmenn fögnuðu 27 ára sjálfstæðisafmæli. Viðskipti erlent 27.4.2007 10:01 FL Group kaupir í Commerzbank FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi. Viðskipti innlent 27.4.2007 09:45 Royal Bank of Scotland býður í ABN Amro Þrír stórir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa staðfest að þeir ætli að gera yfirtökutilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Bankarnir segja tilboð sitt mun betra en breski bankinn Barclays hefur lagt fram. Þrýsta þeir á stjórn ABN Amro að hún fjalli fljótlega um málið. Viðskipti erlent 27.4.2007 09:12 Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti innlent 27.4.2007 09:13 Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna. Viðskipti innlent 26.4.2007 22:34 Windows Vista jók hagnað Microsoft Hagnaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft jókst um 65 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi fyrirtækisins, sem lauk í enda marsmánaðar. Ástæðan liggur í tekjum af sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, og hugbúnaðarvöndlinum Office 2007, sem kom út í janúar. Viðskipti erlent 26.4.2007 21:26 Dow Jones enn á uppleið Dow Jones hlutabréfavísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún endaði í 13.132,80 stigum nú undir kvöld. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið síðan í síðustu viku og hefur slegið hvert metið á fætur öðru. Greinendur sem breska ríkisútvarpið ræddu við í gær segja að menn bíði þess nú að vísitalan rjúfi 14.000 stiga múrinn. En aðrar vísitölur eru nálægt sínu hæsta gildi. Viðskipti erlent 26.4.2007 21:07 Aukið eftirlit með oíu- og gasflutningum umhverfis Ísland Eftirlit með flutningum á olíu og gasi á svæðinu umhverfis Ísland verður stóraukið samkvæmt samningi um samstarf í varnar- og öryggismálum, sem utanríkisráðherrar Íslands og Norges undirrituðu í Ósló í dag. Einnig er gert ráð fyrir að Íslendingar beri hundruð milljóna króna kostnað af staðsetningu og æfingum norskra hermanna á Íslandi. Erlent 26.4.2007 19:19 « ‹ 173 174 175 176 177 178 179 180 181 … 334 ›
Engin átök í Tallinn í nótt Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Ekki kom til átaka í höfuðborginni í nótt. Erlent 29.4.2007 12:13
Tamíl tígrar gerðu loftárásir í nótt Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslur og bensínvinnslustöðvar í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. Erlent 29.4.2007 12:11
Styður Brown til formanns Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Erlent 29.4.2007 12:10
Kviknaði í eftir að eldingu laust niður Miklir eldar loga nú í olíuvinnslustöð í Oklahóma í Bandaríkjunum eftir að eldingu laust niður í geymslustöð sem í voru 50 þúsund tunnur af ómeðhöndluðu bensíni. Eldur blossaði það upp og læsti hann sig svo í öðrum geymslutanki þar sem var að finna 30 þúsund tunnur af díselolíu. Erlent 29.4.2007 12:05
Fjölmenn mótmæli í Istanbúl Mörg þúsund Tyrkir komu saman til mótmælafundar í Istanbúl í morgun til að styðja við aðskilnað ríkis og trúarbragða í landinu. Deilt er um skipan forseta sem hefur haldið mikilli tryggð við rætur sínar í Íslam. Erlent 29.4.2007 12:00
Tamíl tígrar gerðu loftárás Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslu og -vinnslustöð í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. Erlent 29.4.2007 10:04
Styttist í þingkosningar á Írlandi Mary McAleese, forseti Írlands, hefur leyst upp þing í landinu og boðað til kosningar tuttugasta og fjórða maí næstkomandi. Þetta er gert að ósk Berties Ahern, forsætisráðherra. Kosið er til þings á Írlandi á fimm ára fresti. Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum en Ahern sækist eftir því að halda forsætisráðherraembættinu þriðja kjörtímabilið í röð. Erlent 29.4.2007 09:52
Eistar kenna Rússum um Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Eistar segja það tákn um kúgun Sovétmanna en Eistar af rússneskum ættum segja það tákn um hetjur sem hafi barist gegn nasistum. Engar fregnir hafa borist af átökum í nótt. Erlent 29.4.2007 09:49
Blair styður Brown Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Blair tilkynnti í september í fyrra að hann ætlaði að víkja úr embætti innan árs. Erlent 29.4.2007 09:45
Til marks um uppgang þjóðernissinna Um 800 mótmælendur hafa verið handteknir og 150 særst í átökum við lögreglu í Eistlandi vegna deilna um minnismerki um fallna hermenn í síðari heimsstyrjöldinni. Íslendingur sem búsettur er í landinu segir átökin til marks um uppgang þjóðernissinna í Eistlandi. Erlent 28.4.2007 19:00
Jörð skalf undir fótum Englendinga Íbúum í Kent-sýslu á Englandi brá heldur en ekki í brún í morgun þegar jörð tók að skjálfa undir fótum þeirra. Engin slasaðist alvarlega í jarðhræringunum en nokkrar skemmdir urðu á byggingum og rafmagn fór af stóru svæði um tíma. Erlent 28.4.2007 17:53
Tyrkneski herinn haldi að sér höndum Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Erlent 28.4.2007 17:47
Novator að yfirgefa símamarkaðinn Erlendir fjölmiðlar herma að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi selt 10,8 prósenta hlut sinn, um helmingseign sína, í gríska símafélaginu Forthnet til þarlendra stofnanafjárfesta og annarra aðila. Novator er sagt vera að hverfa af símamarkaði í A-Evrópu. Viðskipti innlent 28.4.2007 12:45
Landsbankinn með viðskiptaskrifstofu í Winnipeg Landsbankinn opnaði í gær viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Að mati stjórnenda bankans býður borgin upp á ýmis tækifæri en tengslin við frændsystkin okkar í Vesturheimi höfðu einnig sitt að segja við staðarákvörðunina. Innlent 28.4.2007 12:27
Átök í Tallin Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Erlent 28.4.2007 11:56
Uppsagnir í Bolungarvík Stærsti vinnuveitandi Bolungarvíkur hefur sagt upp meginhluta starfsfólks síns. 48 starfsmönnum hjá rækjuvinnslunni Bakkavík í Bolungarvík hefur verið sagt upp í landvinnslu félagsins. Hjá landvinnslunni störfuðu 60 manns áður en til uppsagna kom Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að rekstur rækjuvinnslunnar hafi gengið erfiðlega undanfarin ár. Innlent 27.4.2007 19:22
Sláandi lík lógó Umræða um það hve vörumerki geta oft verið keimlík kviknaði fyrr í mánuðinum þegar sameinuð félög ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja kynntu nýja nafnið sitt N1 og þar með nýtt vörumerki. ESSO merkið gamla var þurrkað út og N1 kom í staðinn. Vakti merkið reiði hjá forsvarsmönnum fjölmiðlafyrirtækisins N4 á Akureyri. Þótti merkið hjá N einum sláandi líkt N fjórum. Innlent 27.4.2007 19:09
Þéttriðið varnarnet á Atlantshafi Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. Innlent 27.4.2007 19:06
Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu 291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 27.4.2007 17:30
Hagvöxtur í Bandaíkjunum langt undir spám Hagvöxtur jókst um 1,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum hagstofu Bandaríkjanna. Hagvöxtur hefur ekki verið jafn lítill í fjögur ár. Fréttirnar ollu því að gengi bandaríkjadals lækkaði á markaði og hefur aldrei verið jafn lágur gagnvart evru. Viðskipti erlent 27.4.2007 13:12
Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar. Viðskipti innlent 27.4.2007 12:29
Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Viðskipti innlent 27.4.2007 10:12
2.200 prósenta verðbólga í Zimbabve Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve jókst um 500 prósent á milli mánaða og mældist 2.200 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur aldrei nokkru sinni í sögu nokkurs lands mælst hærri. Ríkisstjórn landsins vann að því í lengstu lög að fresta birtingu verðbólgutalna mánaðarins á meðan landsmenn fögnuðu 27 ára sjálfstæðisafmæli. Viðskipti erlent 27.4.2007 10:01
FL Group kaupir í Commerzbank FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi. Viðskipti innlent 27.4.2007 09:45
Royal Bank of Scotland býður í ABN Amro Þrír stórir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa staðfest að þeir ætli að gera yfirtökutilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Bankarnir segja tilboð sitt mun betra en breski bankinn Barclays hefur lagt fram. Þrýsta þeir á stjórn ABN Amro að hún fjalli fljótlega um málið. Viðskipti erlent 27.4.2007 09:12
Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti innlent 27.4.2007 09:13
Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna. Viðskipti innlent 26.4.2007 22:34
Windows Vista jók hagnað Microsoft Hagnaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft jókst um 65 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi fyrirtækisins, sem lauk í enda marsmánaðar. Ástæðan liggur í tekjum af sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, og hugbúnaðarvöndlinum Office 2007, sem kom út í janúar. Viðskipti erlent 26.4.2007 21:26
Dow Jones enn á uppleið Dow Jones hlutabréfavísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún endaði í 13.132,80 stigum nú undir kvöld. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið síðan í síðustu viku og hefur slegið hvert metið á fætur öðru. Greinendur sem breska ríkisútvarpið ræddu við í gær segja að menn bíði þess nú að vísitalan rjúfi 14.000 stiga múrinn. En aðrar vísitölur eru nálægt sínu hæsta gildi. Viðskipti erlent 26.4.2007 21:07
Aukið eftirlit með oíu- og gasflutningum umhverfis Ísland Eftirlit með flutningum á olíu og gasi á svæðinu umhverfis Ísland verður stóraukið samkvæmt samningi um samstarf í varnar- og öryggismálum, sem utanríkisráðherrar Íslands og Norges undirrituðu í Ósló í dag. Einnig er gert ráð fyrir að Íslendingar beri hundruð milljóna króna kostnað af staðsetningu og æfingum norskra hermanna á Íslandi. Erlent 26.4.2007 19:19