Fréttir Öflug sprenging í Ankara Að minnsta kosti 4 týndu lífi og rúmlega 60 særðust þegar sprengja sprakk á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ankara, höfuðborg Tyrklands, nú síðdegis. Erdogan forsætisráðherra segir hryðjuverk sem verði refsað fyrir. Engin samtök hafa lýst illvirkinu á hendur sér. Erlent 22.5.2007 17:55 Njálsgötubúar á íbúafundi í Austurbæjarskóla Bakgarðurinn við fyrirhugað heimili fyrir húsnæðislausa á Njálsgötunni verður segull á ógæfumenn miðborgarinnar, segir íbúi við Njálsgötu. Íbúar fjölmenntu nú síðdegis á fund sem borgin hélt um málið. Borgarstjóri boðaði þar samráðshóp með fulltrúum íbúa. Innlent 22.5.2007 18:29 Konum fækkar í stjórnum fyrirtækja Engin kona situr í stjórn rúmlega sjötíu af hundrað stærstu fyrirtækjum landsins. Tvær konur gegna í þeim stjórnarformennsku. Innlent 22.5.2007 18:26 Enn eitt metið í Kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið við lokun Kauphallar Íslands í dag þegar hún fór yfir 8.100 stig. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 26,38 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 22.5.2007 16:05 Dreamliner að líta dagsins ljós Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. Viðskipti erlent 22.5.2007 14:55 Stærsta tónlistarútgáfa í heimi verður til Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið evrópska útgáfufyrirtækinu Universal Music græna ljósið á að kaupa þýska útgáfu- og afþreyingafyrirtækið BMG Music Publishing. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 137 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum verður til stærsta tónlistarútgáfa í heimi. Viðskipti erlent 22.5.2007 13:55 Alfesca kaupir franskt matvælafyrirtæki Alfesca hefur náð samningum um yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Le Traiteur Grec, sem framleiðir álegg úr grænmeti. Kaupverð nemur 19,7 milljónum evra, jafnvirði 1.669 milljóna íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé en gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn í næsta mánuði að lokinni endurfjármögnun. Viðskipti innlent 22.5.2007 11:28 Stefna að yfirtöku á finnskum banka Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt meirihluta í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði um 22 milljarða íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið. Viðskipti innlent 22.5.2007 09:20 Sjónvarp á gleraugun Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu. Tækið vegur 35 grömm. Viðskipti erlent 21.5.2007 18:28 Þekkt seglskip brann í Lundúnum Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Erlent 21.5.2007 18:24 Noregur: Sögufrægt hótel brann til grunna Eitt þekktasta hótel Norðmanna brann til grunna um liðna helgi, aðeins viku áður en fagna átti 90 ára afmæli þess. Dombås-hótelið stóð nærri Dofra-fjalli og var þekkt kennileiti í Norður-Upplandi. Þar sem hótelið stóð var áður rekið gistihús frá árinu 1858. Erlent 21.5.2007 18:20 Vinnuálag getur leitt til sýklalyfjaónæmis barna Vinnuálag foreldra kallar á skyndilausnir við eyrnarbólgum barna og afleiðingin getur orðið sýklalyfjaónæmi, segir heilsugæsluæknir í Hafnarfirði. Þrátt fyrir umræðu um ofnotkun sýklalyfja hefur salan á þeim aukist. Innlent 21.5.2007 19:02 Hjólhýsasprengja Sprenging hefur orðið í sölu hjólhýsa á undanförnum árum. Nýskráningar hjólhýsa hafa næstum þrítugfaldast á fimm árum. Innlent 21.5.2007 18:59 Erfitt að senda hjálpargögn Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Erlent 21.5.2007 18:11 EMI samþykkir yfirtökutilboð Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum. Viðskipti erlent 21.5.2007 17:52 Tilboð komið í EMI Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut. Viðskipti erlent 21.5.2007 16:24 Spá 4,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segir nýjustu hagvísa benda til að töluvert meiri verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu og gerir ráð fyrir 4,1 prósents verðbólgu á árinu öllu. Viðskipti innlent 21.5.2007 16:13 Hráolíuverðið yfir 70 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 70 dali á tunnu í dag eftir að skæruliðar í Nígeríu gerðu árásir á olíuframleiðslustöð franska olíufélagsins Total og ollu miklu tjóni á tækjum. Engin mun hafa slasast í árásunum. Viðskipti erlent 21.5.2007 13:20 Icebank og Arev stofna nýjan einkafjármagnssjóð Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta er eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis, sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum. Viðskipti innlent 21.5.2007 10:19 Bankar sameinast á Ítalíu Ítalski bankinn Unicredit hefur keypt bankann Capitalia, sem er smærri. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum verður til annar stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:28 Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:17 Reyna að halda kvótanum innan svæðisins Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði segir mikilvægt að kvótinn sem Kambur átti haldist í byggðarlaginu. Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur sett sig í samband við útgerðarmenn á svæðinu í von um að þeir geti komið að málinu. Innlent 19.5.2007 13:25 Braust inn og réðist á húsráðanda Maður á þrítugsaldri varð fyrir alvarlegri líkamsárás á uppstigningardag. Það varð honum til happs að nágranni hans hringdi eftir aðstoð. Það var um hádegisbil á uppstigningardag sem árásin átti sér stað. Fórnarlambið, sem er karlmaður, var sofandi á heimili sínu þegar árásarmaðurinn braust þar inn og tók til við að berja á manninum. Innlent 19.5.2007 13:23 Tekið á sýndarmennsku á Glerárgötu Á Akureyri hefur borið á því að undanförnu að menn séu að sperra sig á Glerárgötunni og því ákvað lögreglan á staðnum að vakta götuna og sjá hvort hægt væri að stoppa þetta háttarlag. Það bar árangur því níu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur þar í gærkveldi og nótt. Sá ókumaður sem fór hraðast yfir þar í bæ í gærkvöldi mældist á 103 kílómetra hraða en á Glerárgötu er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Innlent 19.5.2007 09:51 Fíkniefnahljóð á netinu Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu. Erlent 18.5.2007 18:56 Paulson ekki á fundi iðnríkjanna Fundur fjármálaráðherra átta stærstu iðnríkja heims hófst í Potsdam í Þýskalandi í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var hins vegar fjarri góðu gamni en hann sagðist hafa vera of önnum kafinn til að mæta á fundinn en þar verður meðal annars rætt um nauðsyn þess að setja fjárfestingasjóðum þrengri skorður. Viðskipti erlent 18.5.2007 17:53 Microsoft stefnir á aukna markaðshlutdeild Bandaríski tölvurisinn Microsoft greindi frá því dag að hann ætli að kaupa bandaríska markaðsfyrirtækið Aquantive. Kaupverð nemur sex milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 380 milljarða íslenskra króna. Þetta eru umsvifamestu fyrirtækjakaup Microsoft til þessa sem verða að öllu leyti greidd út í beinhörðum peningum. Viðskipti erlent 18.5.2007 15:30 Bankatoppar fá þjóðhöfðingjamóttökur Tæplega 30 ómerktir eðalvagnar voru pantaðir á Leifsstöð og Reykjavíkurflugvöll í gær. Innlent 18.5.2007 12:09 Ný stjórn reynist fjármálamörkuðum vel Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. Viðskipti innlent 18.5.2007 11:56 EMI opnar sig fyrir fjárfestum Breska útgáfufyrirtækið EMI er sagt hafa opnað bókhald sitt fyrir nokkrum bjóðendum sem hyggjast leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Fréttastofa Reuters segir nokkra aðila horfa til kaupa í félaginu. Þar á meðal eru nokkrir stórir fjárfestingasjóðir og bandaríski útgáfurisinn Warner Music. Viðskipti erlent 18.5.2007 10:32 « ‹ 166 167 168 169 170 171 172 173 174 … 334 ›
Öflug sprenging í Ankara Að minnsta kosti 4 týndu lífi og rúmlega 60 særðust þegar sprengja sprakk á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ankara, höfuðborg Tyrklands, nú síðdegis. Erdogan forsætisráðherra segir hryðjuverk sem verði refsað fyrir. Engin samtök hafa lýst illvirkinu á hendur sér. Erlent 22.5.2007 17:55
Njálsgötubúar á íbúafundi í Austurbæjarskóla Bakgarðurinn við fyrirhugað heimili fyrir húsnæðislausa á Njálsgötunni verður segull á ógæfumenn miðborgarinnar, segir íbúi við Njálsgötu. Íbúar fjölmenntu nú síðdegis á fund sem borgin hélt um málið. Borgarstjóri boðaði þar samráðshóp með fulltrúum íbúa. Innlent 22.5.2007 18:29
Konum fækkar í stjórnum fyrirtækja Engin kona situr í stjórn rúmlega sjötíu af hundrað stærstu fyrirtækjum landsins. Tvær konur gegna í þeim stjórnarformennsku. Innlent 22.5.2007 18:26
Enn eitt metið í Kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið við lokun Kauphallar Íslands í dag þegar hún fór yfir 8.100 stig. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 26,38 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 22.5.2007 16:05
Dreamliner að líta dagsins ljós Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. Viðskipti erlent 22.5.2007 14:55
Stærsta tónlistarútgáfa í heimi verður til Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið evrópska útgáfufyrirtækinu Universal Music græna ljósið á að kaupa þýska útgáfu- og afþreyingafyrirtækið BMG Music Publishing. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 137 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum verður til stærsta tónlistarútgáfa í heimi. Viðskipti erlent 22.5.2007 13:55
Alfesca kaupir franskt matvælafyrirtæki Alfesca hefur náð samningum um yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Le Traiteur Grec, sem framleiðir álegg úr grænmeti. Kaupverð nemur 19,7 milljónum evra, jafnvirði 1.669 milljóna íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé en gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn í næsta mánuði að lokinni endurfjármögnun. Viðskipti innlent 22.5.2007 11:28
Stefna að yfirtöku á finnskum banka Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt meirihluta í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði um 22 milljarða íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið. Viðskipti innlent 22.5.2007 09:20
Sjónvarp á gleraugun Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu. Tækið vegur 35 grömm. Viðskipti erlent 21.5.2007 18:28
Þekkt seglskip brann í Lundúnum Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Erlent 21.5.2007 18:24
Noregur: Sögufrægt hótel brann til grunna Eitt þekktasta hótel Norðmanna brann til grunna um liðna helgi, aðeins viku áður en fagna átti 90 ára afmæli þess. Dombås-hótelið stóð nærri Dofra-fjalli og var þekkt kennileiti í Norður-Upplandi. Þar sem hótelið stóð var áður rekið gistihús frá árinu 1858. Erlent 21.5.2007 18:20
Vinnuálag getur leitt til sýklalyfjaónæmis barna Vinnuálag foreldra kallar á skyndilausnir við eyrnarbólgum barna og afleiðingin getur orðið sýklalyfjaónæmi, segir heilsugæsluæknir í Hafnarfirði. Þrátt fyrir umræðu um ofnotkun sýklalyfja hefur salan á þeim aukist. Innlent 21.5.2007 19:02
Hjólhýsasprengja Sprenging hefur orðið í sölu hjólhýsa á undanförnum árum. Nýskráningar hjólhýsa hafa næstum þrítugfaldast á fimm árum. Innlent 21.5.2007 18:59
Erfitt að senda hjálpargögn Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Erlent 21.5.2007 18:11
EMI samþykkir yfirtökutilboð Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum. Viðskipti erlent 21.5.2007 17:52
Tilboð komið í EMI Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut. Viðskipti erlent 21.5.2007 16:24
Spá 4,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segir nýjustu hagvísa benda til að töluvert meiri verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu og gerir ráð fyrir 4,1 prósents verðbólgu á árinu öllu. Viðskipti innlent 21.5.2007 16:13
Hráolíuverðið yfir 70 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 70 dali á tunnu í dag eftir að skæruliðar í Nígeríu gerðu árásir á olíuframleiðslustöð franska olíufélagsins Total og ollu miklu tjóni á tækjum. Engin mun hafa slasast í árásunum. Viðskipti erlent 21.5.2007 13:20
Icebank og Arev stofna nýjan einkafjármagnssjóð Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta er eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis, sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum. Viðskipti innlent 21.5.2007 10:19
Bankar sameinast á Ítalíu Ítalski bankinn Unicredit hefur keypt bankann Capitalia, sem er smærri. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum verður til annar stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:28
Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:17
Reyna að halda kvótanum innan svæðisins Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði segir mikilvægt að kvótinn sem Kambur átti haldist í byggðarlaginu. Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur sett sig í samband við útgerðarmenn á svæðinu í von um að þeir geti komið að málinu. Innlent 19.5.2007 13:25
Braust inn og réðist á húsráðanda Maður á þrítugsaldri varð fyrir alvarlegri líkamsárás á uppstigningardag. Það varð honum til happs að nágranni hans hringdi eftir aðstoð. Það var um hádegisbil á uppstigningardag sem árásin átti sér stað. Fórnarlambið, sem er karlmaður, var sofandi á heimili sínu þegar árásarmaðurinn braust þar inn og tók til við að berja á manninum. Innlent 19.5.2007 13:23
Tekið á sýndarmennsku á Glerárgötu Á Akureyri hefur borið á því að undanförnu að menn séu að sperra sig á Glerárgötunni og því ákvað lögreglan á staðnum að vakta götuna og sjá hvort hægt væri að stoppa þetta háttarlag. Það bar árangur því níu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur þar í gærkveldi og nótt. Sá ókumaður sem fór hraðast yfir þar í bæ í gærkvöldi mældist á 103 kílómetra hraða en á Glerárgötu er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Innlent 19.5.2007 09:51
Fíkniefnahljóð á netinu Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu. Erlent 18.5.2007 18:56
Paulson ekki á fundi iðnríkjanna Fundur fjármálaráðherra átta stærstu iðnríkja heims hófst í Potsdam í Þýskalandi í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var hins vegar fjarri góðu gamni en hann sagðist hafa vera of önnum kafinn til að mæta á fundinn en þar verður meðal annars rætt um nauðsyn þess að setja fjárfestingasjóðum þrengri skorður. Viðskipti erlent 18.5.2007 17:53
Microsoft stefnir á aukna markaðshlutdeild Bandaríski tölvurisinn Microsoft greindi frá því dag að hann ætli að kaupa bandaríska markaðsfyrirtækið Aquantive. Kaupverð nemur sex milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 380 milljarða íslenskra króna. Þetta eru umsvifamestu fyrirtækjakaup Microsoft til þessa sem verða að öllu leyti greidd út í beinhörðum peningum. Viðskipti erlent 18.5.2007 15:30
Bankatoppar fá þjóðhöfðingjamóttökur Tæplega 30 ómerktir eðalvagnar voru pantaðir á Leifsstöð og Reykjavíkurflugvöll í gær. Innlent 18.5.2007 12:09
Ný stjórn reynist fjármálamörkuðum vel Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. Viðskipti innlent 18.5.2007 11:56
EMI opnar sig fyrir fjárfestum Breska útgáfufyrirtækið EMI er sagt hafa opnað bókhald sitt fyrir nokkrum bjóðendum sem hyggjast leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Fréttastofa Reuters segir nokkra aðila horfa til kaupa í félaginu. Þar á meðal eru nokkrir stórir fjárfestingasjóðir og bandaríski útgáfurisinn Warner Music. Viðskipti erlent 18.5.2007 10:32