Innlent

Braust inn og réðist á húsráðanda

Maður á þrítugsaldri varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Uppstigningardag. Það varð honum til happs að nágranni hans hringdi eftir aðstoð. Það var um hádegisbil á uppstigningardag sem árásin átti sér stað. Fórnarlambið, sem er karlmaður, var sofandi á heimili sínu þegar árásarmaðurinn braust þar inn og tók til við að berja á manninum.

Nágranni varð var við læti úr íbúðinni og kallaði til lögreglu. Þegar hún kom á staðinn rankaði fórnarlambið við sér en árásarmaðurinn var á bak og burt. Maðurinn var fluttur á slysadeild með opið nefbrot, kjálkabrot og laskað kinnbein. Vitað er hver árásarmaðurinn er og hefur hann verið yfirheyrður af lögreglu en samkvæmt heimildum fréttastofu var ástæða árásarinnar afbrýðissemi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins og þar er litið á málið mjög alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×