Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þensla undir Þor­birni og öflugra merki um land­ris

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris.

Lög­regla gefur ekkert upp um þá hand­teknu

Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um leit lögreglu að manni sem grunaður er um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Við förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Yfir­lýsing frá Vinunum um frá­fall Perry

Leikararnir úr þáttunum Friends segjast niðurbrotin eftir fráfall Matthew Perry. Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld.

Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flug­vélinni

Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast.

Utan­ríkis­ráðu­neytið birtir tíma­línuna

Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust.

Sjá meira