Hundruð réðust inn á flugvöll í Rússlandi í leit að Ísraelum Hópur fólks í héraðinu Dagestan í Rússlandi réðst inn á flugvöll í leit að ísraelskum flóttamönnum. Flugvél frá Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, lenti á flugvellinum í kvöld. 29.10.2023 23:31
Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29.10.2023 22:04
Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29.10.2023 21:12
„Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum. Hún segir hjáseta Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í samræmi við stefnur stjórnvalda. Fordæma eigi hryðjuverk Hamas en merki séu um að Ísraelar gangi of langt. 29.10.2023 21:01
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29.10.2023 19:01
Fimmtán skotnir í hrekkjavökupartíi Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir í hrekkjavökupartíi í borginni Chicago í Bandaríkjunum í nótt. Tveir særðust alvarlega. Árásarmaðurinn reyndi að flýja á tveimur jafnfljótum en var handtekinn skammt frá vettvangi. 29.10.2023 18:24
Þrjár líkamsárásir undir morgun Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst þrívegis tilkynning um líkamsárásir í miðborginni í morgun. Einn var vistaður í fangageymslu vegna árásar. 29.10.2023 17:53
Staðan skýrist betur á morgun Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu. 28.10.2023 23:35
Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28.10.2023 22:33
Handtökutilskipun á hendur þýsks stjórnmálamanns Handtökutilskipun hefur verið gefin út á hendur hins 22 ára gamla Daniel Halemba, stjórnmálamanns á ríkisþingi í Bæjaralandi í Þýskalandi. Lögregla gefur ekki upp ástæður tilskipunarinnar en stjórnmálamaðurinn er meðlimur í háskólaklúbbi sem er til rannsóknar í tengslum við gripi með merkjum nasista. 28.10.2023 22:21
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent