Innlent

Ó­leyfis­brenna á stærð við „góða ára­móta­brennu“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Getty Images

Brunavarnir Árnessýslu og lögreglan á Selfossi sinntu útkalli á sjötta tímanum í dag vegna óleyfisbrennu. Að sögn varðstjóra var brennan miklu stærri en leyfilegt er. 

„Þetta er ruslabrenna. Stór ruslabrenna, óleyfisbrenna á Laugardælum, rétt fyrir austan Selfoss. Lögregla og slökkvilið eru á staðnum og það verður slökkt í þessu og viðkomandi fær á sig kæru,“segir Halldór Ásgeirsson, varðstjóri hjá brunavörnum Árnessýslu.

Hann segir að um hafi verið að ræða miklu meira magn en leyfilegt er að brenna: „Þetta var góð áramótabrenna, en engin hætta á ferðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×