Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og forstjóri HS Orku segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. Við förum yfir málið og heyrum í Veðurstofunni í beinni en gasmælingar fóru fram á svæðinu í dag.
Þá förum við yfir nýja rannsókn á yfirfærslu skólamála frá ríkis til sveitarfélaga en prófessor segir að hún hafi skapað ójöfnuð á milli sveitarfélaga. Þá hittum við tannlækni sem ver heilli viku í að skreyta fyrir hrekkjavökuna og verðum í beinni frá Partíbúðinni á annasamasta tíma ársins.
Að loknum kvöldfréttum er nýr þáttur af Kompás sem fjallar um alvarleg slys á rafhlaupahjólum. Þeim fjölgar á ógnarhraða og sumir ná sér aldrei. Rætt er við tvær konur sem slösuðust alvarlega á rafhlaupahjóli.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.