Mikil ásókn í þyrluferðir: „Þetta er sko enginn ræfill núna“ Gríðarleg ásókn er í þyrluflug yfir gosstöðvarnar og flugfélögin finna fyrir auknum áhuga á landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfiðara en síðast að taka á móti miklum fjölda með skömmum fyrirvara vegna bókunarstöðu. 4.8.2022 12:51
Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3.8.2022 12:25
Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. 2.8.2022 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekkert lát er á skjálftahrinunni sem hófst á Reykjanesskaga um helgina og Grímsvötn hafa nú verið færð á gulan litakóða eftir snarpan skjálfta í dag. Gervitunglamynd sýnir kvikuinnskot og aflögun á Reykjanesi og ummerki hrinunnar eru greinileg á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. 2.8.2022 18:00
Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2.8.2022 15:28
Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. 5.7.2022 12:15
Hundrað bókanir eftir Michelin-stjörnuna Stofnandi Óx segir það mikinn heiður að hljóta Michelin-stjörnu eftir áralanga þróun og vinnu með veitingastaðinn. Tveir íslenskir staðir státa nú af stjörnunni eftirsóttu. 5.7.2022 12:07
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29.6.2022 18:08
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rússar eru sakaðir um stríðsglæpi eftir árás á verslunarmiðstöð í Úkraínu. Hið minnsta tíu eru látnir og fjörutíu slasaðir en óttast er að talan verði mun hærri. 27.6.2022 17:58
Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið. 24.6.2022 12:46