Tvær sviðsmyndir á kjördag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:03 Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella. „Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður. Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður.
Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira