Tvær sviðsmyndir á kjördag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:03 Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella. „Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður. Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
„Við erum bara að fylgjast með stöðunni dag frá degi og það er í rauninni ekkert annað sem okkur er fært að gera. En við erum í þéttu samtali við yfirkjörstjórnir kjördæma á þessum svæðum sem helst verða fyrir áhrifum veðursins ef spárnar ganga eftir,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. Yfirgnæfandi líkur eru nú taldar á óveðri á kjördag og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun líklegt að einhverjir vegir teppist vegna snjókomu. Eins og staðan er núna virðist ástandið geta orðið verst á Suðausturhorninu, Austurlandi og Austfjörðum. „Þar erum við að skoða bæði möguleika á auka mokstri hjá Vegagerðinni og staðsetningu viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Ástríður. Kæmi til greina að nýta björgunarsveitir á einhvern hátt í þetta, að koma fólki á kjörstað eða koma atkvæðum til skila? „Við erum auðvitað með þá stefnu að leggja hvorki fólk né atkvæði í neina hættu við framkvæmd konsinga en auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt og það er eitthvað sem yrði bara metið þegar að því kemur.“ Miðað við spár séu sviðsmyndirnar nú tvær. Annars vegar að veðrið valdi seinkun á því að atkvæði berist á talningarstaði og hins vegar að fresta þurfi kjörfundi á ákveðnum stöðum vegna ófærðar. Þar sem veður leyfir er þó gert ráð fyrir hefðbundnum kjördegi. „Og svo verður metið hvort grípa þurfi til þessara óvenjulegu viðbragða ef veðrið gengur eftir eins og spáð er núna,“ segir Ástríður. Ekki er hægt að hefja talningu fyrr en öll atkvæði hafa borist á talningastaði og allir náð að kjósa. Talningu gæti því seinkað og bið gæti orðið í niðurstöðu kosninga. Óljóst er hvenær það mun liggja fyrir hvort svo fari. „Við fundum daglega með yfirkjörstjórnum og viðbragðsaðilum og með Veðurstofuna með okkur líka. En það er pínu erfitt að spá um þetta eins og er,“ segir Ástræður.
Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira