Alþingi endurskoðar málsmeðferð við veitingu ríkisborgararéttar Mikilvægt er að heimildir Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar verði ekki þrengdar við endurskoðun á fyrirkomulaginu segir þingmaður Pírata. Nefnd um breytingar á því hefur verið stofnuð og niðurstaða á að liggja fyrir í haust. 23.6.2022 12:03
Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22.6.2022 15:39
„Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“ Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi. 22.6.2022 11:45
Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings. 21.6.2022 11:52
Tveir létust vegna Covid-19 um helgina Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina. Á fjórða tug einstaklinga liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, en innlögnum sjúklinga með sjúkdóminn hefur farið fjölgandi síðustu vikur. 20.6.2022 12:56
Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný. 20.6.2022 12:20
Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra. 9.6.2022 11:51
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25.5.2022 18:00
Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23.5.2022 12:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundarhöld og viðræður hafa staðið yfir í allan dag í Reykjavíkurborg og sveitarfélögum um allt land. Flestir halda spilunum þétt að sér. 17.5.2022 18:01