Innlent

Í beinni frá gos­stöðvum, undrun á veg­ferð seðla­bankans  og loka­sprettur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið fært niður á hættustig og stöðug virkni er í gosinu. Björgunarsveitir hafa þurft að vísa ferðamönnum frá gosstöðvum og varað er við hættu á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanir íbúðalána. Við ræðum við dósent við Háskóla Íslands sem segir raunvexti ekki hafa verið hærri frá hruni og furðar sig á vegferð Seðlabanka Íslands.

Þá förum við yfir vaxandi spennu sem tengist stríðinu í Úkraínu, förum á rúnt um kosningaskrifstofur flokkanna þar sem lokaspretturinn stendur yfir, verðum í beinni frá Ingólfstorgi þar sem verið er að opna skautasvell og í Sportpakkanum kíkir Henry Birgir í Kaplakrika þar sem hnefaleikakappar berjast í kvöld.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×