Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Kaupfélag Árnesinga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember. Félagið var allt í öllu á Suðurlandi á árunum 1930 til 1995 en í dag er starfsemin mjög lítil. Guðmundur Búason er kaupfélagsstjóri félagsins. 1.11.2020 12:30
Hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til framkvæmda Ásgerður Kristín Gylfadóttir, nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hvetur sveitarfélög á svæðinu til framkvæmda á tímum Covid-19. Þá vill hún sjá stærri eða smærri sameiningar sveitarfélaga á Suðurlandi. 31.10.2020 12:46
Ofurkýrin Staka með 14 þúsund lítra af mjólk Kýrin Staka í fjósinu í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er einstakur gripur, sem mjólkar mest allra kúa á Suðurlandi eða um 14 þúsund lítra á síðustu tólf mánuðum. 28.10.2020 20:00
Ræktar ellefu þúsund jólastjörnur í Hveragerði Jólastjörnur frá garðyrkjubændum eru nú að koma í verslanir. Birgir Steinn Birgisson, garðyrkjubóndi í Hveragerði ræktar ellefu þúsund jólastjörnur fyrir jólin. 26.10.2020 19:30
Ungbörnum fjölgar og fjölgar í Mýrdal Ekki er hægt að kvarta undan frjósemi íbúa Mýrdalshrepps því þar hafa fæðst tólf börn það sem af er ári og von er á fleiri barnsfæðingum á næstunni. 25.10.2020 12:45
Kvenfélagskonur ganga á milli þriggja félagsheimila Félagskonur í Kvenfélögum Hraungerðis- og Villingaholtshrepps í Flóahreppi ganga áheitagöngu til styrktar "Sjóðnum Góða" í Árnessýslu í dag. Gengið er á milli þriggja félagsheimila í sveitarfélaginu, sem eru um 22 kílómetrar. 24.10.2020 12:25
Ekkert mál að rækta epli úti á Íslandi Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi reiknar með að uppskera um 500 epli af eplatrjánum sínum í haust en trén ræktar hann öll úti í garði hjá sér. 18.10.2020 19:30
Makar krabbameinssjúklinga upplifa sig út undan í ferlinu Krabbameinsfélag Árnessýslu, sem fagnar 50 ára afmæli á næsta ári hefur ákveðið að byrja með núna í október með fræðslu til maka þeirra, sem er í krabbameinsferð því það hefur sýnt sig í nýrri rannsókn að makarnir upplifa sig út undan í ferlinu. 18.10.2020 12:30
„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17.10.2020 12:31
Stórglæsilegur ferhyrndur hrútur á Akranesi Hrúturinn Höfðingi á Akranesi þykir einstaklega glæsilegur, ekki síst út af hornunum en hann er ferhyrndur. 16.10.2020 19:31