Ungbörnum fjölgar og fjölgar í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. október 2020 12:45 Aldrei áður hafa eins mörg börn fæðst í Mýrdalshreppi eins og það sem af er árinu, eða að minnsta kosti tólf börn og von er á nokkrum börnum í viðbót næstu vikur og mánuði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórinn í Vík í Mýrdal ræður sig vart fyrir kæti yfir fjölda ungbarna, sem hafa bæst í hóp íbúa það sem af er ári í Mýrdalshreppi. Tólf börn hafa fæðst og vitað er um fleiri fæðingar framunda. Í Mýrdalshreppi búa um 650 manns, lang flestir í Vík í Mýrdal. Töluvert af ungu fólki hefur flutt í sveitarfélagið og samhliða því hefur barnsfæðingum fjölgað og þar af leiðandi fjölgar fólkinu í sveitarfélaginu. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri er yfir sig ánægð með nýju íbúana. „Ég held að það sem af er ári séu fædd 12 börn að minnsta kosti. Ég held að fjölmennasti árangurinn okkar séu átta núna í skólanum og árið er ekki búið. Þetta er met, það segir okkur að það er eitthvað jákvætt að gerast í sveitarfélaginu,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem ræður sér vart fyrir kæti yfir fjölda ungbarna, sem hafa bæst í hóp íbúa Mýrdalshrepps það sem af er ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar hún þessa barnasprengju? „Síðustu þrjú, fjögur ár hefur fólk verið að flytja hingað, ungt fólk. Það er svo mikil breyting á sveitarfélaginu, margir sést að og margir búnir að kaupa sér hús og farnir að sjá fram á það að hér vilji þeir búa og hér vilji vera. Þegar það eru orðnir svona margir á barneignaaldri mátti svo sem búast við þessu, þetta er mjög ánægjuleg þróun. Er þetta eitthvað í vatninu hjá ykkur eða? „Ég veit það ekki, það er bara hamingjan í Vík og Mýrdalnum öllum,“ segir Þorbjörg. Um 650 manns búa í Mýrdalshreppi, lang flestir í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Börn og uppeldi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sveitarstjórinn í Vík í Mýrdal ræður sig vart fyrir kæti yfir fjölda ungbarna, sem hafa bæst í hóp íbúa það sem af er ári í Mýrdalshreppi. Tólf börn hafa fæðst og vitað er um fleiri fæðingar framunda. Í Mýrdalshreppi búa um 650 manns, lang flestir í Vík í Mýrdal. Töluvert af ungu fólki hefur flutt í sveitarfélagið og samhliða því hefur barnsfæðingum fjölgað og þar af leiðandi fjölgar fólkinu í sveitarfélaginu. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri er yfir sig ánægð með nýju íbúana. „Ég held að það sem af er ári séu fædd 12 börn að minnsta kosti. Ég held að fjölmennasti árangurinn okkar séu átta núna í skólanum og árið er ekki búið. Þetta er met, það segir okkur að það er eitthvað jákvætt að gerast í sveitarfélaginu,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem ræður sér vart fyrir kæti yfir fjölda ungbarna, sem hafa bæst í hóp íbúa Mýrdalshrepps það sem af er ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar hún þessa barnasprengju? „Síðustu þrjú, fjögur ár hefur fólk verið að flytja hingað, ungt fólk. Það er svo mikil breyting á sveitarfélaginu, margir sést að og margir búnir að kaupa sér hús og farnir að sjá fram á það að hér vilji þeir búa og hér vilji vera. Þegar það eru orðnir svona margir á barneignaaldri mátti svo sem búast við þessu, þetta er mjög ánægjuleg þróun. Er þetta eitthvað í vatninu hjá ykkur eða? „Ég veit það ekki, það er bara hamingjan í Vík og Mýrdalnum öllum,“ segir Þorbjörg. Um 650 manns búa í Mýrdalshreppi, lang flestir í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Börn og uppeldi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira