Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eini rófubóndi landsins sem ræktar rófufræ

Fjóla Signý Hannesdóttir, rófubóndi á bænum Stóru Sandvík í Árborgar ræktar um 18 kíló af rófufræjum á hverju ári, sem hún selur til annarra rófubænda í landinu.

Þrjátíu punda náttúrulausir urriðar á Þingvöllum

Fjöldi fólks lagði leið sína á Þingvelli um helgina til að fylgjast með urriðanum, sem er að ganga upp í Öxará. Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi var einn af þeim, sem mætti á staðinn til að fylgjast með fiskunum.

Berjast fyrir hjólhýsunum sínum á Laugarvatni

Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu.

Gangandi kvenfélagskonur í Grímsnesi í allan dag

Kvenfélagskonur í Grímsnesi njóta góða veðursins í dag og ganga áheitagöngu til styrktar "Sjóðnum góða" í Árnessýslu. Gangan hófst klukkan níu í morgunen konurnar ætla að ganga 24 kílómetra, eða Sólheimahringinn svokallaða.

Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel

Um 600 manns fara í sýnatöku í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag en um er að ræða 550 nemendur skólans og 50 starfsmenn. Allt hefur gengið vel það sem af er degi en sýnatakan hófst klukkan 08:30 í morgun og henni á að vera lokið klukkan 16:00 í dag.

Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal

Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við óviðeigandi aðstöðu á lögreglustöðinni í þorpinu þar sem lögreglumenn þurfa að deila salerni og kaffiaðstöðu með öðrum. Þá eru ekki fangaklefar á stöðinni og ekki bílskúr fyrir lögreglubílana.

Kósí og sæt heimavist til að byrja með

Ný heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi verður tekin í gagnið á næstu dögum en ekki hefur verið starfandi heimavist við skólann síðustu ár. Mikil ánægja er með að samningar séu í höfn um nýju vistina.

Sjá meira