Stórglæsilegur ferhyrndur hrútur á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2020 19:31 Höfðingi, sem er stórglæsilega ferhyrndur hrútur á Akranesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hæfir hrútnum Höfðingja vel að heita Höfðingi því hann er mikill Höfðingi heima að sækja enda mjög gæfur og með risa horn, sem vekja mikla athygli. Höfðingi, sem er ferhyrndur býr á Akranesi. Höfðingi býr í fjárhúsahverfinu á Akranesi þar sem nokkrir tómstunda bændur eru með kindurnar sínar. Hann unir sér vel innan um kindurnar, sem Elín Jónasdóttir á en dóttir hennar, Emelía Elín og barnabörnin hjálpa henni mikið með féð. Höfðingi er þriggja vetra, mjög gæfur og alltaf kurteis við kindurnar og þá sem að heimsækja hann. „Hann er mjög fallega hyrndur og bara og sjaldan sem maður sér eins hreinlegan ferhyrndan hrút,“ segir Elín. Elín Jónasdóttir á Akranesi á Höfðingja og er mjög stolt og ánægð með hann, ekki síst hvað hann er fallega ferhyrndur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höfðingi vekur athygli allra, sem sjá hann. „Já, það hafa margir mjög mikinn áhuga á að taka myndir af honum og það er voðalega gaman að sjá myndir af honum hér á Akranes síðunni,“ segir Emelía Elín, sem segir að Höfðingi verið notaður á eitthvað af kindunum yfir fengitímann núna í desember. Emelía Elín og börnin hennarm þau Elín Björk Hafþórsdóttir og Benedikt Frans Hafþórsson, ásamt Höfðingja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Emelía segir að þær mægður séu með 27 kindur og þetta sé mjög gefandi áhugamál. „Þetta er rosalega skemmtilegt og líka mjög gefandi fyrir börnin til að læra á lífið, þau allavega vita að kjötið kemur ekki bara úr búðinni.“ Kollótt kind og Höfðingi með sín fjögur horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ætlar Emelía að gera eitthvað með hornin af Höfðingja þegar þar að kemur? „Já,, hann fer upp á vegg í stofunni, ég er búin að fá tilboð í hausinn á honum fyrir sjötíu þúsund krónur, hann verður sem sagt stoppaður upp þegar hans tími kemur og verður settur upp á veggheima hjá mér hér á Akranesi,“ segir Emelía Elín. Höfðingi og Emelía Elín ná mjög vel saman enda heimsækir hún hann daglega í fjárhúsið og gefur honum knús.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Það hæfir hrútnum Höfðingja vel að heita Höfðingi því hann er mikill Höfðingi heima að sækja enda mjög gæfur og með risa horn, sem vekja mikla athygli. Höfðingi, sem er ferhyrndur býr á Akranesi. Höfðingi býr í fjárhúsahverfinu á Akranesi þar sem nokkrir tómstunda bændur eru með kindurnar sínar. Hann unir sér vel innan um kindurnar, sem Elín Jónasdóttir á en dóttir hennar, Emelía Elín og barnabörnin hjálpa henni mikið með féð. Höfðingi er þriggja vetra, mjög gæfur og alltaf kurteis við kindurnar og þá sem að heimsækja hann. „Hann er mjög fallega hyrndur og bara og sjaldan sem maður sér eins hreinlegan ferhyrndan hrút,“ segir Elín. Elín Jónasdóttir á Akranesi á Höfðingja og er mjög stolt og ánægð með hann, ekki síst hvað hann er fallega ferhyrndur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höfðingi vekur athygli allra, sem sjá hann. „Já, það hafa margir mjög mikinn áhuga á að taka myndir af honum og það er voðalega gaman að sjá myndir af honum hér á Akranes síðunni,“ segir Emelía Elín, sem segir að Höfðingi verið notaður á eitthvað af kindunum yfir fengitímann núna í desember. Emelía Elín og börnin hennarm þau Elín Björk Hafþórsdóttir og Benedikt Frans Hafþórsson, ásamt Höfðingja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Emelía segir að þær mægður séu með 27 kindur og þetta sé mjög gefandi áhugamál. „Þetta er rosalega skemmtilegt og líka mjög gefandi fyrir börnin til að læra á lífið, þau allavega vita að kjötið kemur ekki bara úr búðinni.“ Kollótt kind og Höfðingi með sín fjögur horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ætlar Emelía að gera eitthvað með hornin af Höfðingja þegar þar að kemur? „Já,, hann fer upp á vegg í stofunni, ég er búin að fá tilboð í hausinn á honum fyrir sjötíu þúsund krónur, hann verður sem sagt stoppaður upp þegar hans tími kemur og verður settur upp á veggheima hjá mér hér á Akranesi,“ segir Emelía Elín. Höfðingi og Emelía Elín ná mjög vel saman enda heimsækir hún hann daglega í fjárhúsið og gefur honum knús.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira