Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2020 12:30 Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga með nýju bækurnar fyrir framan sig, sem voru að koma út og fást nú í öllum helstu bókaverslunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend
Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira