Hvetur stjórnvöld til að gyrða sig í brók og fara að girða Kolbeinn Sveinbjörnsson, sem á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar segir að allt of víða sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. 15.11.2020 12:18
Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss. 14.11.2020 13:13
Yfirgengileg hræðsla við fæðingar Unnur Birna Bassadóttir í Hveragerði er haldin miklum fæðingarótta en hún og maður hennar, Sigurgeir Skafti Flosason, eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember sem verður tekið með keisaraskurði vegna ótta Unnar Birnu við eðlilega fæðingu. 13.11.2020 21:00
Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli hefur slegið í gegn með bækurnar sínar "Prjónafjör" en hún var að gefa út þriðju bókina. Allar prjónauppskriftirnar hannar Anna í Word og Excel í tölvunni sinni, auk þess að taka myndirnar í bækurnar á símann sinn með fyrirsætum úr fjölskyldunni eða íbúum á Hvolsvelli. 11.11.2020 20:16
Þriðji grunnskólinn byggður á Selfossi Fyrsti áfangi nýs grunnskóla á Selfossi verður tekin í notkun næsta haust. Skólinn hefur fengið nafnið Stekkjaskóli. Í skólanum verður einnig leikskóli og tónlistarskóli. 8.11.2020 12:46
Um 900 starfsmenn Árborgar fá 8.500 króna gjafakort Hver og einn starfsmaður hjá Sveitarfélaginu Árborg mun á næstu dögum fá að gjöf gjafakort að upphæð 8.500 krónur. Um 900 starfsmenn er að ræða. Hvatt er til þess að inneignin á gjafakortinu verði notaðu á heimaslóðum. 8.11.2020 09:55
Herdís Magna er nýr formaður kúabænda Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Egilsstöðum á Héraði er nýr formaður Landssambands kúabænda. Hún er 33 ára og býr á Egilsstaðabúinu með manni sínum, Sigbirni Þór Birgissyni og drengjum þeirra. Herdís er fyrsta konan til að gegna stöðu formanns hjá kúabændum. 7.11.2020 12:45
Umferðaröngþveiti við jólahús í Hveragerði Húsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði vekur mikla athygli en það er ríkulega jólaskreytt af eiganda hússins, Gunnari Sigurðssyni. Mikil umferð er í kringum húsið síðdegs og á kvöldinn þar sem fólk er að skoða skreytingarnar. 6.11.2020 20:08
Kórónuveira og kreppa stoppa ekki garðyrkjubændur Miklar framkvæmdir eiga sér stað hjá garðyrkjubændum í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð en þrjár stöðvar eru að stækka starfsemi sína. 5.11.2020 21:16
Sex ára hestasirkusstelpa Svala Björk Hlynsdóttir, sex ára á Selfossi hefur mikinn áhuga á hestum og getur riðið þeim öllum gangtegundum. Þá finnst henni mjög gaman að gera sirkusatriði á merinni Viðju. Hún ætlar að sjálfsögðu að vera hestakona þegar hún verður fullorðin. 1.11.2020 19:31