Yfirgengileg hræðsla við fæðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2020 21:00 Unnur Birna er haldin miklum fæðingagótta, sem er yfirgengileg hræðsla við fæðingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent