Börn að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau komast á leikskóla Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. 5.5.2022 20:33
Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5.5.2022 20:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra skorar á verkalýðshreyfinguna að sýna ábyrgð við gerð komandi kjarasamninga. Í kvöldfréttum okkar hvetur hún einnig verslunina til að sýna aðhald í verðhækkunum. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt við að kveða niður verðbólguna. 5.5.2022 18:02
Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. 5.5.2022 18:00
Systurnar sagðar eiga betri líkur á að komast áfram eftir fyrstu æfingu Systurnar Sigga, Beta og Elín eru mættar til Tórínó á Ítalíu þar sem keppt verður í Eurovision í næstu viku. Fyrstu myndskeiðin af æfingum systranna hafa verið birt og Eurovisionsérfræðingar telja systurnar eiga enn betri líkur á að fá framgang í keppninni eftir að hækkun var bætt í lagið. 5.5.2022 17:34
Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja ákærður fyrir kókaínsmygl Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og kókaínsmygl. Lögmaður hans segir að hann muni lýsa yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. 4.5.2022 23:26
Framkvæmdastjóra Siðmenntar sagt upp störfum Framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Siðmenntar frá árinu 2018. 4.5.2022 21:55
Vilja ná jafnvægi í húsnæðismálum og flýta Sundabraut Framsóknarflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á jafnvægi í húsnæðismálum, vill tryggja framgang Samgöngusáttmálans, hækka frístundastyrki og efla bókasöfn sem menningarmiðstöðvar í öllum hverfum. 4.5.2022 21:44
DiCaprio fjárfestir í fyrirtæki Ingvars Stórleikarinn og loftslagsaðgerðasinninn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við Líftækni og hönnunarfyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stýrir, sem fjárfestir. 4.5.2022 21:10
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4.5.2022 20:08