„Algjörlega alveg út í hött“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. október 2025 23:16 Íbúar við Grettisgötu kvarta sáran yfir hljóðmengun sem fylgja framkvæmdunum. Vísir/Anton Brink Íbúi við Grettisgötu segist upplifa valdaleysi og örvæntingu gagnvart kerfinu en að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir steinsnar frá heimili hans mörgum mánuðum lengur en upphaflega stóð til. Hann segir framkvæmdina glórulausa og heilsuspillandi. Íbúar við Grettisgötu hafa stofnað undirskriftarlista til að mótmæla framkvæmdum sem fara fram hér, steinsnar frá heimili þeirra en þau segja hávaðann hafa heilsuspillandi áhrif. „Alveg út í hött“ Framkvæmdir að grunni hafa staðið yfir síðan í apríl með skömmum hléum en íbúum var upphaflega tjáð að þeim ætti að ljúka í júní. Nú þegar október er genginn í garð segja íbúar nóg komið. Íbúi segist ekkert botna í því að leyfi hafi fengist fyrir framkvæmdinni sem hann segir glórulausa frá upphafi. Engin grenndarkynning hafi farið fram né samráð að hans sögn. „Algjörlega alveg út í hött. Sá sem gerði þetta fyrir hönd þessarar verkfræðistofu. Annað hvort hefur hann aldrei gert svona áður eða bara að menn voru vísvitandi að reyna koma þessu í gegn svona á einhverjum fölskum forsendum. Ég held að þetta verði fram að jólum. Því samkvæmt teikningum ætla þeir einn metra rúmlega til viðbótar hérna niður.“ „Bara streita og álag“ Borað er í stærðarinnar klöpp fyrir kjallara og segir hann ekki að undra að verkið gangi hægt. Hann segir að ekki sé kjallari undir neinum húsum í grenndinni vegna umrædds kletts. Fyrir utan hótel skammt frá sem hafi þó þurft að færa framkvæmdirnar örlítið á sínum tíma. Það sé erfitt að geta ekki opnað gluggann á eigin heimili en eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan þá magnast hávaðinn mikið upp við það. Hvernig áhrif hefur þetta haft á þitt líf og þína heilsu? „Bara ömurleg. Algjörlega. Ég var í svefnrannsókn núna nýlega og næ ekki 20 prósenta og hvíld og það er bara streita og álag.“ Kvartað og kvartað en engin svör Hann upplifi valdleysi gagnvart kerfinu sem ansi engu. Lögfræðingur sé kominn í málið og vonir bundnar við að Reykjavíkurborg bregðist við listanum. „Við erum búin að kvarta mikið og það hefur enginn svarað okkur.“ Og hvað vonist þið til að verði gert núna upp úr þessu? „Að þetta verði stöðvað eins og skot og þetta verði endurskoðað.“ Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Íbúar við Grettisgötu hafa stofnað undirskriftarlista til að mótmæla framkvæmdum sem fara fram hér, steinsnar frá heimili þeirra en þau segja hávaðann hafa heilsuspillandi áhrif. „Alveg út í hött“ Framkvæmdir að grunni hafa staðið yfir síðan í apríl með skömmum hléum en íbúum var upphaflega tjáð að þeim ætti að ljúka í júní. Nú þegar október er genginn í garð segja íbúar nóg komið. Íbúi segist ekkert botna í því að leyfi hafi fengist fyrir framkvæmdinni sem hann segir glórulausa frá upphafi. Engin grenndarkynning hafi farið fram né samráð að hans sögn. „Algjörlega alveg út í hött. Sá sem gerði þetta fyrir hönd þessarar verkfræðistofu. Annað hvort hefur hann aldrei gert svona áður eða bara að menn voru vísvitandi að reyna koma þessu í gegn svona á einhverjum fölskum forsendum. Ég held að þetta verði fram að jólum. Því samkvæmt teikningum ætla þeir einn metra rúmlega til viðbótar hérna niður.“ „Bara streita og álag“ Borað er í stærðarinnar klöpp fyrir kjallara og segir hann ekki að undra að verkið gangi hægt. Hann segir að ekki sé kjallari undir neinum húsum í grenndinni vegna umrædds kletts. Fyrir utan hótel skammt frá sem hafi þó þurft að færa framkvæmdirnar örlítið á sínum tíma. Það sé erfitt að geta ekki opnað gluggann á eigin heimili en eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan þá magnast hávaðinn mikið upp við það. Hvernig áhrif hefur þetta haft á þitt líf og þína heilsu? „Bara ömurleg. Algjörlega. Ég var í svefnrannsókn núna nýlega og næ ekki 20 prósenta og hvíld og það er bara streita og álag.“ Kvartað og kvartað en engin svör Hann upplifi valdleysi gagnvart kerfinu sem ansi engu. Lögfræðingur sé kominn í málið og vonir bundnar við að Reykjavíkurborg bregðist við listanum. „Við erum búin að kvarta mikið og það hefur enginn svarað okkur.“ Og hvað vonist þið til að verði gert núna upp úr þessu? „Að þetta verði stöðvað eins og skot og þetta verði endurskoðað.“
Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira