Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja ákærður fyrir kókaínsmygl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 23:26 Andrew Fahie forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verði handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um peningaþvætti og fíkniefnasmygl. AP Photo Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og kókaínsmygl. Lögmaður hans segir að hann muni lýsa yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja, var í síðustu viku handtekinn í Miami í Flórída af lögreglumönnum í bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, sem þóttust vera mexíkóskir fíkniefnasmyglarar. Hinn 51 árs gamli Fahie hefur síðan verið ákærður fyrir peningaþvætti og fíkniefnasmygl. Bandarískur dómari hefur síðan úrskurðað að Fahie verði sleppt úr haldi og hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins, svo lengi sem hann fylgi nokkrum reglum. Fahie fær að vera áfram í húsi sem hann hefur leigt fyrir dætur sínar tvær í Miami, svo lengi sem hann og fjölskylda hans láti af hendi vegabréf þeirra. Hann verður þá að bera staðsetningartæki um ökklann og greiða 500 þúsund dollara, eða um 65 milljónir króna, í tryggingu. Saksóknarar hyggjast áfrýja ákvörðun dómarans um að leysa hann úr haldi svo óvíst er hvort hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins. Sakaður um víðtæka og rótgróna spillingu Fahie hélt því fram í yfirlýsingu sem hann gaf út á mánudag að ekki væri hægt að sækja hann til saka í Bandaríkjunum þar sem hann er lýðræðislega kjörinn og leiðtogi ríkisstjórnar á yfirráðasvæði Breta. Natalio Wheatley mun vera starfandi forsætisráðherra á eyjunum á meðan á málaferlum stendur. Hann getur hins vegar ekki tekið formlega við stöðunni fyrr en hann verður formlega settur í embætti eftir að Fahie segir af sér. Áður en Fahie var handtekinn hafði hann verið sakaður um spillingu og opnuð hafði verið rannsókn á meintum brotum hans í embætti. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að Fahie hafði gefið grænt ljós á að milljónir dala færu í verkefni sem annað hvort kláruðust ekki eða nýttust almenningi ekki á nokkurn hátt. Bretland Bandaríkin Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja, var í síðustu viku handtekinn í Miami í Flórída af lögreglumönnum í bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, sem þóttust vera mexíkóskir fíkniefnasmyglarar. Hinn 51 árs gamli Fahie hefur síðan verið ákærður fyrir peningaþvætti og fíkniefnasmygl. Bandarískur dómari hefur síðan úrskurðað að Fahie verði sleppt úr haldi og hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins, svo lengi sem hann fylgi nokkrum reglum. Fahie fær að vera áfram í húsi sem hann hefur leigt fyrir dætur sínar tvær í Miami, svo lengi sem hann og fjölskylda hans láti af hendi vegabréf þeirra. Hann verður þá að bera staðsetningartæki um ökklann og greiða 500 þúsund dollara, eða um 65 milljónir króna, í tryggingu. Saksóknarar hyggjast áfrýja ákvörðun dómarans um að leysa hann úr haldi svo óvíst er hvort hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins. Sakaður um víðtæka og rótgróna spillingu Fahie hélt því fram í yfirlýsingu sem hann gaf út á mánudag að ekki væri hægt að sækja hann til saka í Bandaríkjunum þar sem hann er lýðræðislega kjörinn og leiðtogi ríkisstjórnar á yfirráðasvæði Breta. Natalio Wheatley mun vera starfandi forsætisráðherra á eyjunum á meðan á málaferlum stendur. Hann getur hins vegar ekki tekið formlega við stöðunni fyrr en hann verður formlega settur í embætti eftir að Fahie segir af sér. Áður en Fahie var handtekinn hafði hann verið sakaður um spillingu og opnuð hafði verið rannsókn á meintum brotum hans í embætti. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að Fahie hafði gefið grænt ljós á að milljónir dala færu í verkefni sem annað hvort kláruðust ekki eða nýttust almenningi ekki á nokkurn hátt.
Bretland Bandaríkin Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira