Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu

Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna.

Lífið
Fréttamynd

Már sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur ekki setið aðgerðalaus frá því að hann lét af embætti haustið 2019. Hann hefur fengist við skýrsluskrif og greiningvinnu af ýmsum toga en athygli vekur þó að flest verkefnin sem Már hefur tekið sér fyrir hendur koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Klinkið
Fréttamynd

Andri ráðinn fram­kvæmda­stjóri ÍSÍ

Andri Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Andri tekur við starfinu af Líneyju Rut Halldórsdóttur sem lét af störfum fyrr á þessu ári eftir fjórtán ára starf. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá ÍSÍ.

Sport
Fréttamynd

Jón tók Nönnu fram yfir Þorstein

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmann í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar 2022. Hann hefur sömuleiðis skipað Nönnu Magnadóttur, formann úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 3. janúar 2022.

Innlent
Fréttamynd

Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni

Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis

Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta.

Innlent
Fréttamynd

Jónína kjörin vara­for­maður kennara

Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Andrea Sigurðardóttir til Marels

Andrea Sigurðardóttir blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu hefur tekið við starfi hjá Marel en þar mun hún sinna verkefnastjórn á samskiptasviði.

Innherji