Ingibjörg hefur undanfarin ár starfað meðal annars í Texas, San Fransisco og bandaríska sendiráðinu í Búdapest. Hún er með B.A.-gráðu í ensku, bókmenntum og skapandi skrifum frá University of Central Oklahoma. Hún er nú í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík.
„Ég er mjög spennt fyrir þessu nýja starfi hjá Great Place To Work sem býður upp á einfalda leið til að kanna starfsánægju og finna leiðir til úrbóta. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum notaði ég alltaf lista þeirra yfir bestu vinnustaðina þegar þeir komu út á hverju ári, sérstaklega bestu vinnustaði fyrir konur. Við munum einmitt útnefna bestu vinnustaðina fyrir konur hér á Íslandi á næsta ári sem verður mjög áhugavert,“ er haft eftir Ingibjörgu í tilkynningu.