Viðskipti innlent

Kristín Soffía segir upp stöðu sinni hjá KLAK

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Kristín Soffía hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra KLAK.
Kristín Soffía hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra KLAK. Aðsent

Kristín Soffía Jónsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra hjá KLAK - Icelandic Startups, síðan í júní 2021 og hefur nú sagt starfi sínu lausu. Kristín gengur til liðs við Leitar Capital á nýju ári.

Kristín mun samt sem áður sinna starfi sínu hjá KLAK áfram næstu vikurnar en fyrirtækið rekur árlega þrjá viðskiptahraðla og frumkvöðlakeppnina Gulleggið ásamt fleiru.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 

Fram kemur að Kristínu þyki galið að segja upp skemmtilegasta starfi sem hún hefur sinnt en hún hafi þó ákveðið að taka stökkið. 

„Það er galið að segja upp í skemmtilegasta starfi sem ég hef sinnt en það er samt að gerast. Ég hef verið heppin með bæði stjórn og starfsfólk og er stolt af þeim árangri sem við höfum náð í sameiningu. Hlutverk Klaks er að hvetja fólk til verðmætasköpunar og það er óhætt að segja að krafturinn í húsinu hafi orðið mér hvatning til að taka stökkið sjálf. Ég er spennt fyrir framhaldinu og held að ég muni örugglega tengjast KLAK áfram á einn eða annan hátt,“ segir Kristín Soffía. 

Jafnframt er tekið fram að Soffía Kristín Þórðardóttir, stjórnarformaður KLAK óski Kristínu velfarnaðar á nýjum miðum og voni að nýsköpunarsamfyrirtæki njóti góðs af kröftum hennar í framtíðinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×