Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Telur kórónuveiruna ekki eiga roð í skötulyktina

Eigandi Múlakaffis hefur vart haft undan við að afgreiða skötu ofan í borgarbúa í aðdraganda jólanna. Gestir létu vel að skötunni í ár og nokkrir sögðust sannfærðir um að kórónuveiran ætti ekki roð í lyktina.

Innlent
Fréttamynd

Fjórum veitingastöðum veitt tiltal vegna sóttvarna

Lögregla heimsótti á annan tug veitingahúsa í gærkvöldi í eftirliti með sóttvörnum vegna Covid-19 og voru flestir með allt til fyrirmyndar. Veitingamenn fjögurra staða fengu tiltal þar sem bent var á hvað mætti gera betur.

Innlent
Fréttamynd

Prikið heldur ekki fleiri glugga­tón­leika

Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman.

Innlent
Fréttamynd

Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum

Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra.

Innlent
Fréttamynd

„Smassa kjötið“ niður á pönnu á nýjum hamborgarastað við Ægissíðu

Nýr hamborgarastaður, Smass, hefur verið opnaður við Ægissíðu. Hamborgarastaðurinn er rekinn samhliða mexíkóska veitingastaðnum Chido sem fyrir var í húsnæði veitingastaðarins við Ægissíðu 123. Rekstraraðilar staðarins fengu til liðs við sig reynslumikinn sérfræðing um hamborgara til að þróa uppskriftina en um um helgina verður prufuopnun staðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríflega 130 milljóna gjaldþrot Lækjarbrekku

Lýstar kröfur í þrotabú veitingastaðarins Lækjarbrekku nema hátt í 133 milljónum króna. Félagið Brekkan 101 ehf. var úrskurðað gjaldþrota í sumar en engar eignir fundust í búinu og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember að því er fram kemur í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Já, þetta er forgangsmál

Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir.

Skoðun
Fréttamynd

Vopnað rán á Chido

Vopnað rán var framið á skyndibitastaðnum Chido á Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur um tvöleytið í dag.

Innlent