Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Ragnheiður Birgisdóttir er annar eigenda Kattakaffihússins. Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin. Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“ Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“
Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira