Opna Sirkus á ný Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. apríl 2022 23:01 Einn vinsælasti veitingastaður og bar Reykjavíkur til margra ára, Sirkus, hefur snúið aftur eftir fimmtán ára hlé. Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði á ný í Reykjavík í kvöld en hann hefur ekki verið starfræktur þar í fimmtán ár. Í millitíðinni var staðurinn til húsa hjá frændum okkar í Færeyjum og um skamman tíma á Seyðisfirði. Sirkus opnar nú á nýjum stað við Lækjargötu en hann var áður á Klapparstíg, líkt og flestir reykvískir djammarar í flokknum 35 ára og eldri muna. Fréttastofa kíkti við á Sirkus í kvöldfréttum þar sem útvaldir voru komnir saman í opnunarpartí. Fréttamaður rakst þar á Jóel Briem sem stendur að opnun staðarins ásamt Guðfinni Karlssyni eða Finna á Prikinu líkt og hann er oft kallaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jóel Briem annar eigandi Sirkus.Vísir/Egill Jóel segir rétta tímann vera nú til að opna Sirkus á ný og að fullkomið húsnæði hafi fundist undir starfsemina. „Við erum bara rosalega glöð,“ segir hann. Hann segir að um sama gamla Sirkus sé að ræða en þó hafi staðurinn þróast aðeins. Í þetta skiptið verður einnig boðið upp á indverskan mat og í kjallaranum er aðstaða til að kasta pílum og leika ballskák. Almenningi var hleypt inn á endurlífgaðan Sirkus klukkan sjö í kvöld og tónlist verður spiluð og bjórum dælt til klukkan þrjú í nótt. Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum og óhætt er að gera ráð fyrir að fólk komi til með að skemmta sér vel fram á rauða nótt. „Það verður bara rosalegt stuð held ég og vonandi koma bara sem flestir,“ segir Jóel að lokum. Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði á ný í Reykjavík í kvöld en hann hefur ekki verið starfræktur þar í fimmtán ár. Í millitíðinni var staðurinn til húsa hjá frændum okkar í Færeyjum og um skamman tíma á Seyðisfirði. Sirkus opnar nú á nýjum stað við Lækjargötu en hann var áður á Klapparstíg, líkt og flestir reykvískir djammarar í flokknum 35 ára og eldri muna. Fréttastofa kíkti við á Sirkus í kvöldfréttum þar sem útvaldir voru komnir saman í opnunarpartí. Fréttamaður rakst þar á Jóel Briem sem stendur að opnun staðarins ásamt Guðfinni Karlssyni eða Finna á Prikinu líkt og hann er oft kallaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jóel Briem annar eigandi Sirkus.Vísir/Egill Jóel segir rétta tímann vera nú til að opna Sirkus á ný og að fullkomið húsnæði hafi fundist undir starfsemina. „Við erum bara rosalega glöð,“ segir hann. Hann segir að um sama gamla Sirkus sé að ræða en þó hafi staðurinn þróast aðeins. Í þetta skiptið verður einnig boðið upp á indverskan mat og í kjallaranum er aðstaða til að kasta pílum og leika ballskák. Almenningi var hleypt inn á endurlífgaðan Sirkus klukkan sjö í kvöld og tónlist verður spiluð og bjórum dælt til klukkan þrjú í nótt. Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum og óhætt er að gera ráð fyrir að fólk komi til með að skemmta sér vel fram á rauða nótt. „Það verður bara rosalegt stuð held ég og vonandi koma bara sem flestir,“ segir Jóel að lokum.
Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira