Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá. Innlent 18. nóvember 2022 11:50
Bjart með köflum norðan- og vestantil en hvessir á morgun Veðurstofan spáir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag þar sem bjart verður með köflum um landið norðan- og vestanvert. Áfram verður þó rigning eða skúrir á suðaustanverðu landinu. Veður 18. nóvember 2022 07:05
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. Innlent 17. nóvember 2022 19:27
Hvasst á suðvestanverðu landinu fram eftir degi Áfram halda suðaustlægar áttir hjá okkur með vætu og þá sérstaklega um landið suðaustanvert. Úrkomulítið verður hins vegar fyrir norðan. Veður 17. nóvember 2022 07:19
Víða vindasamt og rigning á suðaustanverðu landinu Veðurstofan reiknar með austan og suðaustan kalda eða strekkingi og allvíða skúrum, en rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum í fyrstu. Veður 16. nóvember 2022 07:33
Hvassast syðst á landinu Veðurstofan spáir austan og norðaustan fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag þar sem hvassast verður syðst á landinu. Veður 15. nóvember 2022 07:20
Funda með íbúum vegna mikillar úrkomu Sveitarstjórn Múlaþings hefur boðað til íbúafundar með íbúum Seyðisfjarðar vegna mikillar úrkomu undanfarinna daga. Innlent 14. nóvember 2022 23:51
Eðlilegt að menn séu á tánum vegna rigninga á Seyðisfirði Eftirlit með hreyfingu í jarðvegi á Seyðisfirði hefur verið aukið vegna mikillar úrkomu sem er spáð næstu vikuna. Veðurfræðingur segir úrkomuákefð á landinu nokkuð óeðlilega miðað við árstíma. Veður 14. nóvember 2022 11:24
Aukin hætta á skriðuföllum fyrir austan Rigningin á Seyðisfirði mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna. Vegna mikillar rigningu á Suðausturlandi og Austurfjörðum síðustu viku má gera ráð fyrir að grunnvatnsstaða sé há víða á svæðinu. Enn er spáð rigningu á svæðinu í meira en viku. Innlent 14. nóvember 2022 07:33
Veðrið teygir sig inn í næstu viku Spáð er mikilli rigningu í kvöld og næstu tvo daga, þá sérstaklega á Suðausturlandi. Viðbúið er að það muni vaxa í ám á svæðinu. Veður 13. nóvember 2022 10:50
Hvasst, úrkoma og gular viðvaranir Gular viðvaranir eru í gildi við Faxaflóa, Strandir og Norðurland vestra, Suðausturland og Suðurland í dag. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndum á þessum svæðum. Veður 13. nóvember 2022 07:59
Gul viðvörun enn í gildi á Vestfjörðum Veðurstofan segir að það verði áfram hvöss norðaustanátt norðvestantil á landinu og fer ekki að lægja fyrr en seinnipartinn, en annars staðar er mun hægari vindur í dag. Innlent 11. nóvember 2022 07:23
Varað við stormi á Vestfjörðum síðdegis Gul viðvörun vegna norðaustan hvassviðris eða storms með snjókomu tekur gildi á Vestfjörðum síðdegis. Spáð er 15-23 metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum Innlent 10. nóvember 2022 09:08
Gul viðvörun gefin út á Vestfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum vegna norðaustan hvassviðris eða storms og snjókomu sem sé í vændum. Veður 9. nóvember 2022 12:45
Allhvöss norðvestanátt norðantil og víða úrkoma Veðurstofan gerir ráð fyrir að norðaustanáttin verði ríkjandi á landinu í dag. Hún verði allhvöss á norðvestanverðu landinu og einnig á annesjum fyrir norðan. Veður 9. nóvember 2022 07:11
Lægð færir okkur stífa norðaustanátt með vætu víða Suður af landinu liggur nú víðáttumikil 964 millibara lægð og færir hún okkur stífa norðaustanátt í dag með vætu víða. Þó verður þurrt um landið suðvestanvert og líklega bjart á köflum. Veður 8. nóvember 2022 07:15
Spá stormi á Suðausturlandi á morgun Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna mikils hvassviðris sem mun skella á Suðausturland. Innlent 7. nóvember 2022 11:57
Austlæg átt og dálítil rigning Veðurstofan spáir austlægri átt og dálítilli rigningu í dag, en yfirleitt þurru veðri vestanlands. Veður 7. nóvember 2022 07:06
Hætt við flughálku á Öxnadalsheiði Norðaustanlands skapast í dag aðstæður þar sem hætt er við frostrigningu og með flughálku, þegar milt og rakt loft flæðir yfir frostkalt yfirborð. Einkum frá Öxnadalsheiði og austur á Hérað. Veður 6. nóvember 2022 10:19
Hvessir seinnipartinn og þykknar upp Veðurstofan spáir fremur hægri, norðlægri og síðar austlægri átt og lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi og slyddu í innsveitum. Annars er búist við léttskýjuðu og fremur mildu veðri. Veður 4. nóvember 2022 07:14
Ört dýpkandi lægð nálgast landið Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða kalda eða strekkingi, og dálítilli vætu norðan- og austanlands. Annars má reikna með léttskýjuðu og að það lægi heldur í nótt. Hiti á landinu verður á bilinu núll til sjö stig, mildast syðst. Veður 3. nóvember 2022 07:42
Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. Erlent 2. nóvember 2022 23:38
Norðanátt og rigning og slydda með köflum Veðurstofan spáir norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Úrkomulítið vestanlands, annars rigning eða slydda með köflum, einkum norðaustantil og þar má búast við snjókomu á heiðum. Veður 2. nóvember 2022 07:15
Víða strekkingur sunnan- og vestantil í kvöld Veðurstofan spáir breytilegri og síðar norðlægri átt í dag, yfirleitt golu eða kalda. Víða megi þó reikna með strekkingi sunnan- og vestantil í kvöld. Veður 1. nóvember 2022 07:00
Meira þurfi svo að náttúruvársérfræðingar fari í viðbragðsstöðu Náttúruvársérfræðingur segir að meira þurfi til að koma svo að sérfræðingar í jarðhræringum fari í viðbragðsstöðum. Skjálftavirkni í Bárðarbungu sé eðlileg enda hafi stærri skjálftar mælst reglulega í öskjunni síðustu ár. Innlent 31. október 2022 20:19
Breytilegar áttir vegna tveggja smálægða nálægt landinu Tvær smálægðir verða nálægt landinu í dag. Önnur þeirra ferðast meðfram austurströndinni til norðurs og hin skammt vestur af landinu, sömuleiðis til norðurs. Staðsetning lægðanna veldur breytilegum vindáttum og vindhraða. Veður 31. október 2022 07:25
Víða hálka í morgunsárið Veðurstofa Íslands varar við því að ísing geti myndast á vegum og gangstéttum á vestanverðu landinu snemma í dag. Þá hafa Vísi borist ábendingar um að víða hafi verið hált á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Veður 29. október 2022 09:30
Veður áfram með rólegasta móti miðað við árstíma Veður á landinu er áfram með rólegasta móti miðað við árstíma. Spár gera ráð fyrir vestlægri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Veður 28. október 2022 07:03
Veðrið með rólegasta móti Veður er með rólegasta móti á landinu um þessar mundir. Veðurstofan segir norðlæga eða breytilega átt í vændum og vindur víðast hvar hægur. Það blæs aðeins með austurströndinni, fimm til tíu metrar á sekúndu á þeim slóðum. Veður 27. október 2022 07:13
Milt veður og dálítil væta á víð og dreif Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag og mildu veðri með dálítilli vætu á víð og dreif framan af degi. Síðan léttir til á vestanverðu landinu. Veður 26. október 2022 07:17