„Það má reikna með því að það fari allt á flot“ Lovísa Arnardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 31. janúar 2024 21:01 Sigurður Þ. Ragnarsson eða Siggi stormur eins og margir þekkja hann. Gular viðvaranir taka aftur gildi annað kvöld. Hlý lægð kemur þá til landsins með mikilli rigningu. Búast má við asahláku og mikilli bleytu. Eftir það tekur við köld lægð með stormi. Gular viðvaranir voru í gildi í dag fram eftir degi. Veðrið hafi víða áhrif og hefur enn á samgöngur. Flugi var frestað í dag eða aflýst. Þær hafa flestar runnið úr gildi en seint annað kvöld taka nýjar viðvaranir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi. Þær renna flestar úr gildi um klukkan fimm eða sex morguninn eftir. Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 veðrið hafa gengið eftir í dag. „Þetta er aldeilis ekki búið og þarf ekki morgundaginn til,“ sagði Sigurður og að það myndi lægja í kvöld og hlý lægð komi upp að landinu á morgun. „Með mikið vatn og talsverðan hita, allt að átta gráðum,“ sagði Sigurður og að það þýddi aðeins eitt. Að snjóhrúgurnar sem eru um allt land bráðni. Það voru lokunarpóstar víða. Mynd/Landsbjörg „Vatnsveðrið verður þannig að það má reikna með því að það fari allt á flot ef að menn ekki hugsa í tíma og noti þann tíma sem er fram að þessari rigningu,“ sagði hann og það myndi byrja að rigna annað kvöld. Hann sagði þessu þó alls ekki lokið þá því þegar hlýja lægðin er búin komi köld lægð með hvassviðri og myndarlegum dimmum éljum. „Þetta er bara rétt að byrja. Janúar er vissulega að kveðja okkur en þorrinn er alltaf erfiður,“ sagði Sigurður. Þetta er mjög í takt við það sem veðurfræðingur Veðurstofunnar sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu en hann spáði mikilli asahláku annað kvöld og nótt. Þessi bíll fór út af. Vísir/Steingrímur Dúi „Það hlýnar á morgun og þá verður síðdegis á milli núll og fimm stig,“ sagði Marcel de Vries veðurfræðingur og að það verði nokkuð mikil rigning seint annað kvöld og aðfaranótt föstudags þegar hitinn hækkar upp í allt að sjö stig víða um land. „Með mikilli úrkomu má búast við asahláku og þess vegna er viðvörun á þeim stöðum þar sem verður mikil rigning.“ Hann segir að eftir asahláku taki við stormur á vestanverðu landinu. Á laugardag sé rólegt land en eitthvað um él og svo taki rólegri dagar við. Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Vegir víða lokaðir vegna veðurs Vegum víða hefur verið lokað vegna veðurs. Meðal þeirra eru helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu líkt og Mosfellsheiði og Kjalarnes. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 15:34 Vaktin: Bílar út af vegi í Mosfellsbæ Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á Suðausturlandi. 31. janúar 2024 13:04 Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. 31. janúar 2024 11:34 Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
Gular viðvaranir voru í gildi í dag fram eftir degi. Veðrið hafi víða áhrif og hefur enn á samgöngur. Flugi var frestað í dag eða aflýst. Þær hafa flestar runnið úr gildi en seint annað kvöld taka nýjar viðvaranir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi. Þær renna flestar úr gildi um klukkan fimm eða sex morguninn eftir. Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 veðrið hafa gengið eftir í dag. „Þetta er aldeilis ekki búið og þarf ekki morgundaginn til,“ sagði Sigurður og að það myndi lægja í kvöld og hlý lægð komi upp að landinu á morgun. „Með mikið vatn og talsverðan hita, allt að átta gráðum,“ sagði Sigurður og að það þýddi aðeins eitt. Að snjóhrúgurnar sem eru um allt land bráðni. Það voru lokunarpóstar víða. Mynd/Landsbjörg „Vatnsveðrið verður þannig að það má reikna með því að það fari allt á flot ef að menn ekki hugsa í tíma og noti þann tíma sem er fram að þessari rigningu,“ sagði hann og það myndi byrja að rigna annað kvöld. Hann sagði þessu þó alls ekki lokið þá því þegar hlýja lægðin er búin komi köld lægð með hvassviðri og myndarlegum dimmum éljum. „Þetta er bara rétt að byrja. Janúar er vissulega að kveðja okkur en þorrinn er alltaf erfiður,“ sagði Sigurður. Þetta er mjög í takt við það sem veðurfræðingur Veðurstofunnar sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu en hann spáði mikilli asahláku annað kvöld og nótt. Þessi bíll fór út af. Vísir/Steingrímur Dúi „Það hlýnar á morgun og þá verður síðdegis á milli núll og fimm stig,“ sagði Marcel de Vries veðurfræðingur og að það verði nokkuð mikil rigning seint annað kvöld og aðfaranótt föstudags þegar hitinn hækkar upp í allt að sjö stig víða um land. „Með mikilli úrkomu má búast við asahláku og þess vegna er viðvörun á þeim stöðum þar sem verður mikil rigning.“ Hann segir að eftir asahláku taki við stormur á vestanverðu landinu. Á laugardag sé rólegt land en eitthvað um él og svo taki rólegri dagar við.
Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Vegir víða lokaðir vegna veðurs Vegum víða hefur verið lokað vegna veðurs. Meðal þeirra eru helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu líkt og Mosfellsheiði og Kjalarnes. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 15:34 Vaktin: Bílar út af vegi í Mosfellsbæ Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á Suðausturlandi. 31. janúar 2024 13:04 Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. 31. janúar 2024 11:34 Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
Vegir víða lokaðir vegna veðurs Vegum víða hefur verið lokað vegna veðurs. Meðal þeirra eru helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu líkt og Mosfellsheiði og Kjalarnes. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 15:34
Vaktin: Bílar út af vegi í Mosfellsbæ Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á Suðausturlandi. 31. janúar 2024 13:04
Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. 31. janúar 2024 11:34
Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29
Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21