Innlent

Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Veður verður víða vont í dag.
Veður verður víða vont í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar.

Þar segir að vegfarendur séu beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri við og fylgjast vel með á umferdin.is. Samkvæmt veðurfræðingi Vegagerðarinnar brestur á með V 15-22 m/s suðvestanlands um og upp úr hádegi og stendur í um þrjár klukkustundir.

Ekkert ferðaveður er því á Suður-og Suðvesturlandi frá klukkan 11:00 í dag. Einnig má búast við skafrenningi á Suður- og Suðausturlandi og í kvöld spillist færð á Norðausturlandi frá Húsavík að Vopnafirði.

Reykjanesbraut

Suðurstrandarvegur

Kjalarnes

Mosfellsheiði

Þrengsli

Hellisheiði

Grindavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×