Reykjanesbrautinni gæti verið lokað en ófremdarástand ólíklegt Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 11:47 Frá Reykjanesbrautinni í desember 2022 þegar henni var að mestu lokuð í rúman sólarhring. Vísir/Egill Reykjanesbrautin er á óvissustigi sem þýðir að mögulega gæti þurft að loka henni. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er þó ólíklegt að vandræðaástand myndist þar líkt og hefur gerst áður. „Við erum bara í startholunum og við fylgjumst vel með henni. Eins og alltaf svosem. En óvissustig þýðir bara að við teljum mögulegt að hún gæti lokað.“ Aðspurður út í ófremdarástand sem myndaðist á Reykjanesbrautinni í desember 2022 sem raskaði umferð á Keflavíkurflugvelli, og hvort slíkt geti mögulega gerst aftur segir G. Pétur: „Við brugðumst náttúrulega við því þannig að við erum með aukið viðbragð. Það voru mjög sérstakar aðstæður. Við höfum aukið möguleika okkar á því að bregðast við ef slík staða kemur upp aftur, en það voru öðruvísi aðstæður en eru núna. Það var mikill snjór sem kom, og úr annarri átt, og alls konar.“ G. Pétur segir að ef Reykjanesbrautinni verði lokað í dag þá verði það frekar vegna vinds og hálku. Þá verði líklega um skammtíma lokun að ræða. „Ef það kæmi til lokunar þá held ég að hún myndi ekki standa yfir mjög lengi.“ Fleiri vegir á suðvestur horninu og í kringum höfuðborgarsvæðið eru á óvissustigi. „Það eru fyrst og fremst fjallvegir sem búast má við að gætu lokað um tíma. Það fer eftir því hvernig veðrið gengur yfir og hvernig það leggur sig.“ Hann segir að fólk megi fylgjast vel með veðrinu og skoða vefinn umferdin.is. Veður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Færð á vegum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Við erum bara í startholunum og við fylgjumst vel með henni. Eins og alltaf svosem. En óvissustig þýðir bara að við teljum mögulegt að hún gæti lokað.“ Aðspurður út í ófremdarástand sem myndaðist á Reykjanesbrautinni í desember 2022 sem raskaði umferð á Keflavíkurflugvelli, og hvort slíkt geti mögulega gerst aftur segir G. Pétur: „Við brugðumst náttúrulega við því þannig að við erum með aukið viðbragð. Það voru mjög sérstakar aðstæður. Við höfum aukið möguleika okkar á því að bregðast við ef slík staða kemur upp aftur, en það voru öðruvísi aðstæður en eru núna. Það var mikill snjór sem kom, og úr annarri átt, og alls konar.“ G. Pétur segir að ef Reykjanesbrautinni verði lokað í dag þá verði það frekar vegna vinds og hálku. Þá verði líklega um skammtíma lokun að ræða. „Ef það kæmi til lokunar þá held ég að hún myndi ekki standa yfir mjög lengi.“ Fleiri vegir á suðvestur horninu og í kringum höfuðborgarsvæðið eru á óvissustigi. „Það eru fyrst og fremst fjallvegir sem búast má við að gætu lokað um tíma. Það fer eftir því hvernig veðrið gengur yfir og hvernig það leggur sig.“ Hann segir að fólk megi fylgjast vel með veðrinu og skoða vefinn umferdin.is.
Veður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Færð á vegum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira