Innlent

Bjart­viðri og harðnandi frost í kortunum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Áfram er spáð éljagangi en líka bjartviðri.
Áfram er spáð éljagangi en líka bjartviðri. Vísir/Vilhelm

Það gengur á með stífri vestan- og suðvestanátt og éljagangi í dag en hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Snýst í norðaustanátt norðvestantil í kvöld.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Það dregur úr vindi og éljum í nótt og snýst í fremur hæga norðlæga átt á morgun.

Suðaustankaldi við suðvesturströndina. Lítilsháttar él á víð og dreif. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Líkur eru á áframhaldandi norðanátt í vikunni með dálitlum éljum á víð og dreif. Yfirleitt bjartviðri sunnan heiða og harðnandi frost.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en suðaustan 8-13 við suðvesturströndina. Víða dálítil él og frost 4 til 15 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag:

Norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum og við suðausturströndina. Snjókoma með köflum á suðaustanverðu landinu, en annars dálítil él. Talsvert frost um land allt.

Á þriðjudag:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil él á víð og dreif og kalt í veðri, en bjart sunnan heiða.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:

Útlit fyrir norðanátt með lítilsháttar éljum á norðanverðu landinu, en léttskýjað syðra. Áfram hörkufrost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×