Stormviðvörun á Norðausturlandi fram á kvöld Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir norðaustanvert landið fram á kvöld með 18-25 m/s, snjókomu og skafrenning. Seinna í kvöld á svo að lægja og rofa til. Innlent 17. janúar 2006 18:33
Stórhríð er á suðausturlandi og ófært á Breiðdalsheiði og Öxi Stórhríð er á suðausturlandi og ófært á Breiðdalsheiði og Öxi og mikil hálka er víða á suðurlandi. Innlent 15. janúar 2006 12:11
Hlýindatímabili lokið í bili Hlýindatímabilið er búið í bili og hitatölur eru aftur farnar að nálgast meðallag. Hiti var yfir meðallagi á Íslandi 31 mánuð í röð og árið 2003 var eitt hlýjasta ár sem mælst hefur hér á landi síðan um 1940. Innlent 15. nóvember 2005 13:27
Stór skjálfti um kvöldmatarleytið Skjálftahrina hófst austur af Grímsey á þriðja tímanum í dag og stendur enn. Stór skjálfti, 3,3 á richter, mældist um hálfátta-leytið í kvöld. Innlent 4. nóvember 2005 20:12
Nýjar veðurspár birtar strax Breytingar á útgáfutíma veðurspáa hjá Veðurstofu Íslands taka gildi í dag. "Breytingar eru gerðar til að laga gerð og miðlun veðurspáa að þeim tímum sem nýjustu tölvureiknaðar veðurspár eru tilbúnar," segir á vef stofnunarinnar. Nýjar spár eru birtar strax á vef Veðurstofunnar, www.vedur.is, á textavarpi Ríkisútvarpsins og í símsvara Veðurstofunnar (902-0600). Innlent 1. nóvember 2005 05:15
Fólksbíll valt Fólksbíll fór út af Ólafsfjarðarvegi við Ársskógsskóla um tvö-leytið í dag. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í krapi og bíllinn fór út af og valt á hliðina. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Bíllinn er nánast óskemmdur. Innlent 31. október 2005 22:01
Sendibíll valt í Vatnsskarði Óhapp varð í Vatnsskarði í kvöld þegar sendibíll með fimm farþegum valt út af. Engin slys urðu á fólki. Björgunarsveitir aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og hélt hann svo för sinni áfram. Innlent 31. október 2005 21:59
Slys í Skorholtsbrekku Slys varð í Skorholtsbrekkunni í Borgarfirðinum í gær þegar dráttarbíll með gámavagn rann út af í vindhviðu og valt ofan á fólksbíl sem hafði fokið út af nokkru áður. Þetta gerðist upp úr sex í gærkvöld. Umferðin stöðvaðist á þessum stað en bílum var beint niður Melasveitaveginn. Veður var vont fram eftir kvöldi í gær. Innlent 31. október 2005 21:56
Kaldasti september í 23 ár Nýliðinn septembermánuður var sá kaldasti um land allt í 23 ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og hefur ekki mælst jafn mikið í rúm 30 ár. Innlent 4. október 2005 00:01
Kaldasti september síðan 1982 Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og þarf að fara rúm þrjátíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um slíkan kulda í höfuðborginni í september. Mánuðurinn var kaldur um land allt og hefur ekki verið kaldara í september um land allt síðan árið 1982. Innlent 3. október 2005 00:01
Óveður í aðsigi Veðurstofa Íslands spáir í dag stormi á Norðvestanverðu landinu, á Suðausturströndinni og á hálendinu. Reiknað er með að vindhraðinn geti farið allt upp í 23 metra á sekúndu. Innlent 25. september 2005 00:01
Vegurinn um Víkurskarð lokaður Bílar hafa verið að festast á veginum um Víkurskarð í dag og vill lögreglan á Akureyri koma því á framfæri að veginum hefur verið lokað vegna færðarinnar en verður hugsanlega opnaður síðar í dag. Veghefill er á leiðinni þangað til að ryðja veginn. Innlent 25. september 2005 00:01
Fyrstir til að festa sig í snjó Lögreglan á Húsavík þurfti að koma ökumönnum og farþegum tveggja bíla til aðstoðar eftir að þeir festu bíla sína í snjó á Dettifossvegi. Vegurinn er einna helst fær jeppum en báðir bílarnir sem festust eru fólksbílar. Þetta er í fyrsta skipti í haust sem lögreglumenn á Húsavík þurfa að hjálpa þeim sem festa sig í snjó. Innlent 24. september 2005 00:01
Fjallvegir ruddir í morgun Vegagerðarmenn þurftu að dusta rykið óvenju snemma af snjóruðningstækjum sínum í haust og ruddu þeir snjó af nokkrum fjallvegum í morgun. Meðal annars þurfti að ryðja Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum í morgun. Innlent 23. september 2005 00:01
Frostnætur tíðar í maí Það sem af er þessum maímánuði hafa frostnætur verið alltíðar. Lætur nærri að í innsveitum hafi mælst frost aðra hverja nótt í mánuðinum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Í Reykjavík hefur næturfrost einnig verið oftar en venja er til eða átta sinnum líkt og á Akureyri. Innlent 22. maí 2005 00:01
Næturfrost dregur úr sprettu Veðurstofa Íslands segir frostanætur hafa verið alltíðar það sem af er maímánuði, en gróður vex hægar af þeim sökum. "Lætur nærri að í innsveitum hafi mælst frost aðra hverja nótt," segir í tilkynningu Veðurstofunar. Innlent 22. maí 2005 00:01
Skjálftahrina gengin niður Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg er að mestu gengin niður þótt þar finnist enn stöku skjálfti, að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, deildarstjóra eftirlitsdeildar Veðurstofunnar. Innlent 13. maí 2005 00:01
Varað við snjóflóðum Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum í Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögulega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvörun sem gildir fram yfir helgi. Innlent 11. maí 2005 00:01
Hiti yfir meðallagi Hiti var vel yfir meðallagi síðari hluta apríl, að tveimur síðustu dögunum undanskildum, samkvæmt samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. Innlent 3. maí 2005 00:01
Afstaðinn vetur fór öfga á milli Snjóflóð, hafís, metkuldi og óvenju mikil hlýindi eru meðal þess sem Vetur konungur bauð upp á. Hálendisvegir verða líklega opnaðir fyrr en venjulega.</font /></b /> Innlent 22. apríl 2005 00:01
Hálka á Holtavörðuheiði Snjóþekja er víða á Suður- og Vesturlandi. Hálka er á Holtavörðuheiði og ófært er á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Snjóþekja og éljagangur eru víða á Norðausturlandi og snjóþekja og snjókoma á Austurlandi. Innlent 10. apríl 2005 00:01
Síðbúið páskahret Mikil snjókoma helltist yfir landsmenn í gær og kom mörgum í opna skjöldu. Veðurstofan hafði þó spáð fyrir um snjókomuna en samkvæmt upplýsingum hennar hefur þó ekki snjóað að ráði síðan um miðjan febrúar. Innlent 2. apríl 2005 00:01
Milt og hlýtt um páskana Ekkert páskahret er í kortum veðurfræðinga yfir páskana en gert er ráð fyrir mildu og tiltölulega góðu veðri á landinu öllu fram á þriðjudag. Innlent 23. mars 2005 00:01
Gæti lokað Grímsey af Hafísinn fyrir norðan land er á hægri ferð vestur á bóginn og gera veðurfræðingar ráð fyrir að siglingaleiðin fyrir Horn verði áfram lokuð næstu daga. Íslaust er orðið að heita fyrir austan landið en samfelld ísbreiða nálgast Grímsey og gæti lokað eyjuna af breytist haf- og vindáttir ekki næstu daga. Innlent 16. mars 2005 00:01
Hafís nær landi á Ströndum Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Innlent 14. mars 2005 00:01
Hafísinn hamlaði skipaumferð "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Innlent 13. mars 2005 00:01
Áfram kalt Áfram verður kalt í veðri í dag og á morgun en heldur á að draga úr frostinu upp úr miðri viku. Áttin verður norðlæg í dag og vindhraðinn 10-15 metrar á sekúndu og jafnvel meiri austast á landinu. Innlent 13. mars 2005 00:01
Siglingar varasamar fyrir norðan "Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Innlent 12. mars 2005 00:01
Hafís rekur hratt til lands "Ég hef búið hér alla mína ævi og man ekki eftir jafnmiklum hafís og nú er hér í kring," segir Hulda Signý Gylfadóttir, leiðbeinandi að Sólbrekku í Grímsey. Mikinn hafís hefur rekið að landi fyrir vestan og norðan síðustu daga og gera veðurspár ráð fyrir áframhaldandi sterkum norðanáttum næstu daga. Innlent 12. mars 2005 00:01
Miklar vetrarhörkur í Evrópu Miklar vetrarhörkur ríkja víðast hvar á meginlandi Evrópu. Snjóalög í Hollandi eru víða upp undir 50 sentímetra þykk og í mörgum stórborgum Norður-Ítalíu er fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni að tilefnislausu Erlent 3. mars 2005 00:01