Svona er spákortið fyrir sunnudaginn Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2015 15:00 Það verður ekki beint sumarlegt á sunnudag ef spáin rætist. Vísir/vedur.is Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri. Veður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri.
Veður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira