Innlent

Bjart og fallegt veður á Suðvesturlandi í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Nauthólsvík er góður staður til að njóta veðursins.
Nauthólsvík er góður staður til að njóta veðursins. Vísir/Vilhelm
Það verður bjart og fallegt veður með köflum suðvestanlands í dag en samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir norðlægri átt 3 – 8 metrum á sekúndu en 8 til 13 metrum á sekúndu á Norðvestur- og Vesturlandi í dag.

Á morgun eru líkur á síðdegisskúrum, skýjað annars staðar og súld eða dálítil rigning á austanverðu landinu. Hiti 7 til 16 stig yfir daginn, hlýjast sunnanlands.

Á föstudag er gert ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt, 3 til 8 metrum á sekúndu. Súld eða dálítil rigning á Norðaustur - og Austurlandi, annars skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á laugardag, sunnudag, og mánudag: Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 13 stig.

Á þriðjudag: Útlit fyrir svipað veður áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×