Veður

Veður


Fréttamynd

Hálka víða um land

Mikil hálka er víða á vegum landsins, en ekki er vitað um slys eða óhöpp vegna hennar. Í gærkvöldi varaði Veðurstofan við því að hiti færi lækkandi á láglendi og yrði í kringum frostmarkið í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tvær veltur vegna hálku

Víða er hálka á þjóðvegum landsins og urðu tvö óhöpp í gærkvöldi sem rekja má til hálku. Annarsvegar rann bíll út af veginum yfir Öxnadalsheiði í gærkvöldi en engan um borð sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar ástandið við Gullfoss

Friðriki Brekkan, leiðsögumanni blöskrar ástandið við Gullfoss en þar fór stór vörubíll á vegum Umhverfisstofnunar í gær til að sanda vegna hálku en á sama tíma brotnuðu margra milljóna króna timburstígar undan þunga bílsins. Friðrik íhugar að leggja fram kæru til lögreglunnar á Selfossi á hendur Umhverfisstofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Átta á hausinn á korteri við Gullfoss

Mannslíf og heilsa er í húfi segir ferðamálafulltrúi Bláskógabyggðar í ákalli til sveitarstjórnarmanna um að bæta öryggi ferðamanna á fjölsóttum stöðum. Mjög hafi fjölgað ferðafólki að vetrarlagi og það fljúgi á höfuðið á flughálum stígum.

Innlent
Fréttamynd

Gátu ekki sótt sorp vegna hálku

Heimilissorp hefur ekki verið sótt frá því fyrir áramót í sumum húsum í Fossvogi. Hálkan hamlar sorphirðufólki segir fulltrúi Reykjavíkurborgar. Íbúum boðið upp á sérstaka ferð til að sækja sorpið gegn greiðslu eða setja umframsorp við tunnuna.

Innlent
Fréttamynd

Með mannbrodda til taks í bílnum

Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segist hafa ákveðið að kaupa mannbrodda til að forða fólki frá hálkuslysum. Umhverfisstofnun ætlar að láta sandbera stíga við Gullfoss á allra næstu dögum. Á Þingvöllum er búið að sandbera stíga.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðvegurinn auður en víða flughált

Þjóðvegur eitt er auður á Suðurlandi en hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á öðrum vegum. Flughált er í Grafningi og í Landeyjum. Eins er flughált á Suðurstrandarvegi, Krýsuvíkurvegi og á Kjósarskarði.

Innlent
Fréttamynd

Jeppi valt á Kaldadal

Jeppi með fimm manns innanborðs valt á Kaldadal nú fyrir stundu. Hafa björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi verið kallaðar út en afar slæmt fjarskiptasamband er á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Flughált víða um land

Vegagerðin varar við flughálku víða um land. Ófært er á Lyngdalsheiði og er óveður á Kjalarnesi, Mosfellsheiði og víðar í uppsveitum Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Vel viðraði fyrir flugelda

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að almennt hafi verið gott flugeldaveður í gær. Vindur hafi verið á öllu landinu sem sé gott því þá fyllist ekki allt af reyk á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin varar við hvassviðri

Vegagerðin varar við hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og vaxandi skafrenningi norðvestantil. Hálkublettir eru á flestum vegum landsins.

Innlent