Uppgefinn á áratuga snjómokstri í Garðabæ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. desember 2015 07:00 Kristján Jóhannesson segist vera slæmur í bakinu og ekki ráða lengur við að moka burt snjóruðningi sem lokar hús hans á Móaflöt af frá götunni. Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“ Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Þetta hefur verið alveg hreint ömurlegt. Ég hef í gegnum árin þurft að moka okkur hjónin út en nú get ég það bara ekki lengur enda orðinn 84 ára gamall og slæmur í bakinu,“ segir Kristján Jóhannesson sem býr við Móaflöt í Garðabæ. Á dögunum sendi Kristján erindi til bæjarstjórans í Garðabæ og gerði athugasemdir við að snjóruðningi af götu hans væri ýtt fyrir innkeyrslur með þeim afleiðingum að oft er erfitt fyrir íbúa að komast frá húsum sínum, sérstaklega eldri borgara. „Við krefjumst þess að verklagi verði breytt og að framvegis verði hreinsað frá okkar innkeyrslu og allra annarra við götuna. Sýnið okkur það að þið hafið ekkert á móti því að eldri borgarar búi eins lengi heima hjá sér og hægt er. Ef ekki verður á þessu breyting verðum við að óska eftir heimilishjálp til að moka burt ruðninginn ykkar,“ segir í bréfi Kristjáns til bæjarstjórans. Að sögn Kristjáns hefur hann búið við þessar aðstæður í um þrjátíu ár. „Það er alveg skammarlegt að þegar bærinn mokar götuna þá þurfi allir íbúar sem eru með innkeyrslu sunnan megin í götunni að moka sig út,“ segir Kristján og bætir við að á dögunum hafi hann lent í því að sitja fastur í skafli við heimili sitt eftir snjóruðning. „Sem betur fer fékk ég aðstoð nágranna minna því annars hefði ég bara ekkert komist út. Ég hringdi líka um daginn á bæjarskrifstofuna og bað þá að koma og aðstoða okkur hjónin að moka til þess að við kæmumst út en fékk þá neikvætt var. Mér var sagt að þau gætu ekki lofað neinu og svo komu þau aldrei,“ segir Kristján. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar á dögunum og kom þar fram að ráðið tæki undir sjónarmið Kristjáns og fól ráðið bæjarstjóra að svara bréfinu. „Við hjónin höfum reyndar ekkert heyrt frá þeim en okkur þykja það verulega góðar fréttir að þau séu sammála okkur.“
Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira