Ekki miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 14:24 "Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið,“ segir Birta Líf. Vísir/Veðurlíf Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35