Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 09:11 Kópavogskirkja í jólabúningi. Vísir/GVA Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands. Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands.
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira